Fimmvörðuháls

9.9.2020

Laugardaginn 5. september gekk vaskur hópur nemenda úr Öldutúnsskóla yfir Fimmvörðuháls.

Alls voru þetta 32 nemendur úr 8-10 bekk ásamt fimm fararstjórum. Þetta er í fimmta skipti sem skólinn býður upp á svokallað „fimmvörðuhálsval“ og var þetta langstærsti hópurinn til þessa.

Ferðin gekk glimrandi vel, veðrið lék við hópinn allan tímann og krakkarnir stóðu sig frábærlega öll sem eitt. Þau gengu yfir hálsinn á 9 tímum sem er mjög vel gert þrátt fyrir eymsli hér og þar.

Þegar komið var niður í Þórsmörk voru grillaðir hamborgarar og gist eina nótt í skálanum í Básum. Hópurinn var yndislegur í alla staði og fengu þau mikið hrós frá fararstjórum, staðarhaldara í Básum og bílstjóra fyrir góða umgengni og skemmtilega framkomu.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is