Fimmvörðuháls

17.9.2018

Sunnudaginn 9. september gekk vaskur hópur unglinga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum yfir í Þórsmörk. Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er upp á "fimmvörðuhálsval" og í þetta skipti voru það 22 nemendur úr 8. - 10. bekk sem fóru.
Lagt var af stað frá Skógum um kl 9:30 og komið í Þórmörk níu og hálfum tíma síðar. Krakkarnir stóðu sig ákaflega vel, jákvæðni og samheldni voru ríkjandi allan tímann þrátt fyrir nokkur hælsæri og eymsli hér og þar, miklir sigurvegarar og til fyrirmyndar í alla staði.

Hér eru fleiri myndir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is