Dúx
Nemendur Öldutúnsskóla standa sig ekki bara vel í grunnskóla, þeir standa sig einnig vel í framhaldsnámi.
Guðrún Sunna Jónsdóttir var nemandi í Öldutúnsskóla og hún var dúx í Menntaskólanum í Hamrahlíð með meðaleinkunnina 9,83. Hér má nálgast frétt af mbl .
Steinunn Bára Birgisdóttir var dúx Flensborgarskólans með meðaleinkunnina 9,8 og systir hennar, Birgitta Þóra Birgisdóttir, var semidúx með meðaleinkunnina 9,7. Þær voru báðar í Öldutúnsskóla. Magnús Fannar Magnúnsson var líka nemandi hér og var hann líka með meðaleinkunnina 9,7. Hér má nálgast frétt af vef Flensborgarskólans .
Við óskum þessu unga fólki hjartanlega til hamingju með þennan árangur. Erum ákaflega stolt af því að sjá fyrrverandi nemendur Öldutúnsskóla skara fram úr í samfélaginu, hvort sem það er í námi eða atvinnulífinu.