Dagur stærðfræðinnar

8.2.2019

Mikil gleði var í dag í skólanum en dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í Öldutúnsskóla. Þema dagsins hjá okkur í ár var umhverfisvernd.

Nemendur skólans gengu um gangana og leystu stærðfræðiþrautir sem allar tengdust náttúrunni og umhverfisvernd og þannig mátti sjá að stærðfræði er að finna í flestum viðfangsefnum ef við setjum á okkur stærðfræðigleraugun.

Meðal þrauta sem nemendur leystu var að giska á versu mörgum kílóum af mat er hent daglega í skólanum. Einnig ákvörðuðu börnin út frá gefnum forsendum hversu oft þarf að hlaða rafmagnsbíl til að komast hringinn í kring um Ísland.

Nemendur höfðu gaman af því að giska á hversu margar mjólkurfernur voru í einum mjólkurfernuturni þar en þar gátu yngstu nemendurnir æft sig í margföldun.

Dagurinn tókst með prýði, krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru skemmtilega útsjónarsöm við að leysa stærðfræðiþrautirnar.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is