Dagur gegn einelti

5.11.2018

Fimmtudaginn 8. nóvember er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í tilefni af þessum degi verður hátíðardagskrá í Öldutúnsskóla frá 13:00 – 14:30 á vegum Menntamálastofnunnar. Einn árgangur í skólanum tekur þátt í dagskránni ásamt kór Öldutúnsskóla.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • Fundarstjóri setur dagskrána.
  • Kór Öldutúnsskóla.
  • Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála í grunn og framhaldsskóla, flytur ávarp.
  • Mennta- og menningarmálaráðaherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flytur ávarp og veitir hvatningarverðlaun dags gegn einelti.
  • Verðlaunahafi flytur ávarp.
  • Margrét Sverrisdóttir, aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla, kynnir verkefni í tengslum við eineltisáætlun skólans.
  • Svavar Knútur flytur tvö lög.
  • Kór Öldutúnsskóla.
  • Dagskrárlok.

Fundarstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir frá Menntamálastofnun.a


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is