Bókabrall

3.5.2019

Það er búið að vera líf og fjör á bókasöfnum grunnskólanna í Hafnarfirði í dag og í gær. Bókasafns- og upplýsingafræðingarnir á söfnunum tóku sig saman og bjuggu til 15 þrautir tengdar bókum. 5 þrautir fyrir 1. og 2. bekk, 5 þrautir fyrir 3. - 5. bekk og 5 þrautir fyrir 6. og 6. bekk. Nemendur leystu svo þrautirnar í 3 - 5 manna hópum. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is