Boðsundskeppni grunnskólanna

27.3.2019

Í gær þriðjudaginn 26. mars var haldin boðsundskeppni grunnskólanna, við í Öldutúnsskóla tókum auðvitað þátt. Sundkennarar settu saman eitt lið í 5.-7.bekk og eitt lið í 8.-10.bekk. Héldum við af stað í Laugardalslaug með 16 vaska krakka. Nemendur stóðu sig rosalega vel, voru skólanum til sóma og erum við sundkennarar virkilega stoltar af þessum flottu börnum. Allir skemmtu sér vel og komum við sæl og glöð aftur í skólann.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is