Bleiki dagurinn

10.10.2018

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 12. október. Þann dag eru landsmenn hvattir til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Nemendur, foreldrar og starfsmenn eru hvattir til að taka þátt í deginum með því að vera með eitthvað bleikt eða klæðast einhverju bleiku.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is