Benjamín dúfa

17.1.2020

Nemendur í 7. bekk hafa verið að vinna með bókina Benjamín dúfu.
Þau lásu öll bókina í yndislestri í skólanum. Eftir að hafa lesið nokkra kafla í einu ræddu þau um það sem var að gerast í bókinni og svöruðu spurningum úr köflunum.
Þegar þau höfðu lokið við að lesa bókina horfðu þau á myndina. Þá tóku lokaverkefnin við og máttu þau þá velja hvort þau vildu gera myndband, líkan eða hreyfimynd (stop motion) úr völdu atriði úr bókinni. Þau fóru síðan í nokkra hópa eftir því hvað þau höfðu valið og vinnan hófst.
Foreldrum og stjórnendum var síðan boðið á sýningu á sal skólans þar sem horft var á myndböndin og líkönin skoðuð. Frábær vinna og verkefni hjá þessum magnaða hópi nemenda.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is