Bæjarbíó

25.4.2018

10. bekkingar í myndmenntavali fengu leiðsögn um Bæjarbíó með minjaverði og rekstraraðila staðarins. Rakin var sagan á bak við bygginguna, listaverk innan þess, byggingarlist, innanhúshönnun, veggskreytingar og sögulegir fróðleiksmolar. Í baksýn sést málverk eftir Eirík Smith af dvalarheimili aldraðra sem byggt var fyrir ágóða af starfsemi Bæjarbíós á árum áður. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is