Baðstofa

24.1.2020

Nemendur í 4. L eru á fullu að setja upp baðstofu og eldhús í stofunni sinni í tengslum við verkefnið Íslenskir þjóðhættir.

Þar er markmiðið m.a. að nemendur átti sig á þeim þætti Íslandssögunnar sem fór fram á heimilum meginþorra Íslendinga um aldir. Þar mótaðist ýmiss konar íslensk alþýðumenning sem enn er hluti daglegs lífs þeirra sem á landinu búa. Náttúrulegar aðstæður landsins, árstíðir, veður og einangrun frá öðrum þjóðum, njörvuðu líf, vinnu og venjur þjóðarinnar allt frá landnámi til seinni hluta 19. aldar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is