Að þola við erfiðar tilfinningar án þess að gera ástandið verra

15.11.2018

Foreldrafélag Öldutúnsskóla býður foreldrum á einkar áhugaverðan fyrirlestur, þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 á kaffistofu Öldutúnsskóla.

Inga Wessman mun koma til okkar og fjalla um eftirfarandi efni: Að þola erfiðar tilfinningar án þess að gera ástandið verra.

Inga Wessman er sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Hún sérhæfir sig í tilfinningavanda og mun fjalla um eðli tilfinninga, og hvers megi vænta hjá unglingunum okkar. Hvenær á að láta þau afskipt og hvenær þarf að skipta sér af. Inga hefur unnið með unglingum sem stunda sjálfsskaða og sjálfsvígstilburði. Hún mun fjalla um gagnlegar og ógagnlegar leiðir til þess að ráða við vanlíðan, en sjálfsskaðandi hegðun unglinga er ekki bara þegar þau skera sig. Sjálfsskaðandi hegðun er einnig þegar við sveltum okkur, tökum átköst eða reiðiköst, eyðum pening, strjúkum að heiman eða einangrum okkur í vanlíðan o.m.fl. Inga mun einnig fjalla um sjálfsvígshugsanir barna og unginga, hvað þurfa foreldrar að vita og hvernig eiga þeir að ræða við börn um sjálfsvíg þegar þau eru í fjölmiðlum eða í nánu umhverfi.

Kaffi og veitingar verða á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is