100 miða leikurinn

18.10.2018

Dagana 24. október - 6. nóvember verður 100 miða leikur SMT í Öldutúnsskóla. SMT teymið sér um leikinn og er tilgangur hans að hvetja nemendur enn frekar til að fara eftir SMT skólareglum.

100 miða leikurinn er ekkert ósvipaður bingói þar sem allir eru með.  Hann gengur út á að 10 nemendur á dag fá sérmerktan umbunarmiða sem starfsmenn skólans gefa á almennum svæðum, t.d. á göngum og í matsal. Miðarnir eru settir á númeraspjald með 100 reitum. 

Þegar 10 dagar eru liðnir og 100 nemendur hafa fengið sérmerktan umbunarmiða er númeraspjaldið fullt og þá er kunngjört hvaða röð vinnur og hvað er í vinning. Í hvert sinn er nemandi fær sérmerktan hrósmiða fá foreldrar sendan tölvupóst. Við vonum að leikurinn verði öllum til ánægju og skemmtunar.  


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is