100 daga hátíð

17.2.2020

Í síðustu viku héldu nemendur í 1. bekk uppá það að hafa verið 100 daga í skólanum.
Hátíðin byrjaði með söng fyrir skólastjórana og deildarstjóran okkar. Eftir það fóru þau með kórónur um allan skóla í syngjandi halarófu. Að lokum var nemendum skipt niður á stöðvar þar sem unnið var með töluna 100 á fjölbreyttan hátt.
Allir stóðu sig mjög vel og voru glaðir eftir daginn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is