1. bekkur á Ásfjalli

27.5.2019

Í vetur hafa krakkarnir í 1. bekk verið mjög duglegir að fara í gönguferðir og hafa ekki látið veðrið aftra sér. Alla föstudaga hafa þau farið út í styttri og lengri ferðir, t.d. niður að læk, róló í Grænukinn eða víkingaróló.

Þau voru mjög heppin með veður þegar þau skelltu sér í hressandi göngutúr upp á Ásfjall í brakandi blíðu í lok síðustu viku.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is