Fréttir

13.9.2019 : Gróður fyrir fólkið

Krakkarnir í 5. bekk fóru í ferð í vikunni þar sem nemendur mældu gróður sem þau gróðursettu í vor. Verkefnið er hluti af náttúru- og umhverfisfræði og kallast Gróður fyrir fólkið og er í landnámi Ingólfs. Allir nemendur stóðu sig vel og voru skólanum til sóma.

...meira

10.9.2019 : Útivistarreglur

Samanhópurinn minnir á að nú 1. september breytist útivistartími

barna og unglinga sem hér segir:

Á skólatíma 1. september - 1. maí. 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20. 13-16 ára börn mega lengst vera úti til 22.

Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.

Með bestu kveðju

SAMAN - hópurinn

 

...meira

2.9.2019 : Útikennsla

Alla mánudaga fer 2.bekkur í útikennslu í nágrenni við skólann. Í dag var frábært veður þegar hópurinn fór í göngu niður að læk. 

...meira

30.8.2019 : Hraðhittingur

Fyrstu dagar í skólanum og allt er á iði. Á hverju ári eru nemendur 8. bekkjar að fóta sig í nýju umhverfi þar sem ný andlit heilsa þeim á göngum. Unglingadeildin hefur komið þeirri venju á að halda hraðhitting eða “speed date”. Þar sitja nemendur til móts við aðra og spjalla maður á mann í eina mínútu áður en skipt er um viðmælanda. Hittingurinn gefur nemendum tækifæri að kynnast nýjum vinum og tengjast inn í unglinadeildina.

Í vikunni fór fram hittingur þar sem allir tóku þátt og mátti sjá mikla gleði í kjölfarið. Nemendur stóðu sig frábærlega og ljóst að hér er flottur hópur á ferð.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is