Fréttir

9.1.2019 : Kórkrakkar á ferð og flugi

Kórar skólans hafa haft mikið fyrir stafni á haustönn. Þeir hafa sungið víða, á Degi eineltis sungu þau við athöfn menntamálaráðuneytisins í skólanum, sungu einnig við athöfn hjá Barnaheill, á Syngjandi jólum í Hafnarborg,  Í verslunarmiðstöðvum og á jólatónleikum með Karlakórnum Þröstum. Árið endaði með þátttöku í lokaatriði áramótaskaupsins.

Nú eru kóranir mættir aftur eftir jólafrí og framundan eru stórtónleikar með hljómsveitinni Pollapönki og Lúðrasveit Harnarfjarðar, Þátttaka á Barnakóramóti Hafnarfjarðar, landsmót íslenskra barnakóra á Arkranesi. Ekki má gleyma hinum margrómuðu náttfatatónleikum Litla kórs.

...meira

9.1.2019 : Niðurfelling á fæðisgjaldi

Frá 1. janúar 2019 verður breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Gjald vegna hádegisverða eru felld niður á þriðja barn ef börn í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö á grunnskólaaldri í mataráskrift.

Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis. Ef einhver barnanna sem um ræðir eru ekki í grunnskólum Hafnarfjarðar mun afsláttur gilda fyrir ,,elsta“ barnið sem er í grunnskóla bæjarins til hægðarauka í framkvæmdinni.

Í einhverjum tilvikum getur verið að fjölskyldusamsetning sé flóknari en svo að það náist utan um hana í fjölskyldunúmerinu í Þjóðskrá. Í þeim tilvikum þurfa forráðamenn að óska eftir afslættinum ásamt viðeigandi útskýringum á fjölskylduhögum á Mínar síður á vef bæjarins.

Afslátturinn tekur gildi frá þeim tíma sem sótt er um hann. Reglur verða birtar á vef bæjarins á næstu dögum.

...meira

7.1.2019 : Bann við notkun skotelda

Notkun skotelda er með öllu bönnuð á skólatíma og á skólalóð Öldutúnsskóla. Foreldrar eru beðnir að sjá til þess að nemendur séu ekki að koma með skotelda í skólann.

...meira

4.1.2019 : BRÚIN - Barn | Ráðgjöf | Úrræði

Hafnarfjarðarbær hefur frá og með haustinu 2018 farið af stað með nýja nálgun til að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Markmiðið er að auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra.

Lögð er áhersla á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum. Samvinna fagfólks hefur verið efld á milli fjölskylduþjónustu og fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is