Fréttir

21.11.2018 : Vísindasmiðja

Háskólinn í Reykjavík undir vörumerki Skema býður skólum á höfuðborgarsvæðinu upp á 1,5 klst tæknismiðju fyrir nemendur í 5.bekk. Verkefnið er samvinnuverkefni milli HR og Tækniskólans þar sem þjálfarar á tæknismiðjunum verða þjálfarar Skema ásamt nemendum í Tækniskólanum. 
Með verkefninu vill Háskólinn í Reykjavík leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á tæknimenntun á öllum skólastigum bæði fyrir nemendur og kennara. Sækja þurfti um til að komast að í tæknismiðjuna og sóttu 23 skólar um og var 15 skólum af þeim úthlutaður tæknistuðningurinn.
Við vorum svo heppin að fá úthlutun fyrir 5. J og fengum við heimsókn frá Skema þriðjudaginn 20. nóvember. 

...meira

19.11.2018 : Jólaföndur foreldrafélags Öldutúnsskóla

Laugardaginn 24. nóvember verður hið árlega jólaföndur Öldutúnsskóla á milli kl. 11 og 13.

Allir velkomnir !

Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Ásamt ókeypis músastigagerð fyrir ungar jólamýs. Jólaföndur verður svo selt á staðnum á kostnaðarverði, 600-850 kr.

Minnum á að taka með sér pensla og skæri ef slíkt er til á heimilum ásamt pening þar sem foreldrafélagið er ekki með posa.
Hlökkum til að eiga með ykkur ánægjulega jólastund og vonumst til að sjá sem flesta ?
 

Stjórn foreldrafélagsins

...meira

16.11.2018 : Sögustund í rökkrinu

Í þessari viku hefur Þóra á bókasafninu boðið nemendum uppá lestrarstund í rökkrinu við kertaljós. Tilefnið er Norræn bókmenntavika sem hefur í yfir 20 ár verið menningarverkefni sem stefnir að því að miðla lestrargleði, bókmenntum og norrænni frásagnarhefð þvert yfir landamæri. Það sem hófst árið 1995 sem metnaðarfull hugmynd, hefur gegnum árin orðið að árlegum viðburði með um það bil 165 þúsund þátttakendum, ungum sem fullorðnum.

Grunnhugmyndin, sem verkefnið byggir á, er sú að  þegar sem dimmast er á Norðurlöndunum kveikjum við á kerti og komum saman til að lesa og hlusta á sögur úr bókmenntaheiminum.

Í ár er lesið uppúr bókinni Handbók fyrir ofurhetjur eftir sænsku höfundana Elias og Agnes Våhlund, þar hittum við Lísu sem er lögð í einelti af skólabræðrum sínum.

...meira

15.11.2018 : Að þola við erfiðar tilfinningar án þess að gera ástandið verra

Foreldrafélag Öldutúnsskóla býður foreldrum á einkar áhugaverðan fyrirlestur, þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 á kaffistofu Öldutúnsskóla.

Inga Wessman mun koma til okkar og fjalla um eftirfarandi efni: Að þola erfiðar tilfinningar án þess að gera ástandið verra.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is