Fréttir

3.4.2020 : Páskakveðja

Starfsfólk Öldutúnsskóla óskar gleðilegra páska og vonar að þið hafið það sem best í fríinu. Fáir verða á ferðinni; eins og Víðir sagði þá eigum við helst að ferðast innandyra. Hægt er þá verja tímanum til alls kyns iðju, s.s. að spila, púsla, lesa, leika.. það má líka fara út í gönguferðir og að leika utandyra, en í litlum hópum. Svo er hægt að taka þátt verkefninu Tími til að lesa. Heitið er dregið af aðstæðunum, þar sem margir hafa meiri tíma en áður til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem fólk er hvatt til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni:

timitiladlesa.is

...meira

27.3.2020 : Skólastarf í samkomubanni

Skólastarfið í Öldutúnsskóla er sannarlega blómlegt í samkomubanni. Þessir fáu tímar sem nemendur koma í skólann eru vel nýttir. Unnin eru fjölbreytt verkefni eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Umsjónarkennarar senda reglulega póst heim með upplýsingum um nám sem nemendur eiga að vinna heima. Er miðað við að nemendur í yngri deild vinni um eina klukkustund heima á dag og er þar lögð rík áhersla á lestur. Miðað er við tvær klukkustundir í heimavinnu hjá nemendum í miðdeild og þrjár hjá í unglingadeild. Heimavinnan hefur gengið vonum framar og eru nemendur að sinna vinnu sinni með sóma og eru að skila fjölbreyttum verkefnum.

Í næstu viku verður skólinn með sama hætti. Nemendur koma á sama tíma og verða sína tíma í skólanum.

Takk fyrir gott samstarf í vikunni og ósk um góða helgi.

Hér eru fleiri myndir

...meira

26.3.2020 : Netskák

Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur blásið til sóknar í skákinni. Verður boðið uppá netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri nokkrum sinnum í viku á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri.

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt):

  1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
  1. Gerast meðlimur í hópnum “Hafnafjörður -skólar”: https://www.chess.com/club/hafnafjordur-skolar
  2. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
    Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.com

    Dagskrá þessa vikuna:

Gott er að klára fyrstu 2 skrefin sem fyrst. Mæli með að þið notið venjulega borðtölvu/fartölvu, chess.com appið virkar ekki í mótum.

...meira

26.3.2020 : Hvað gerir okkur að okkur?

Krakkarnir í 7. bekk hafa verið að vinna að skemmtilegu verkefni í lífsleikni. Hugmyndina að verkefninu var fengin hjá Kristínu Wallis, í Brighton.
Verkefnið byrjaði á umræðum um hvað það er sem skilgreinir okkur sem manneskjur og hvað það væri sem gerði okkur að okkur, sem voru afar skemmtilegar og áhugaverðar umræður. Síðan tók við vinna við að teikna skuggamyndir af öllum nemendum. Þegar því var lokið fylltu þau "hausinn sinn" með því sem skipti þau mestu máli og því sem þeim fannst lýsa best hver þau væru.
Mjög skemmtilegt verkefni og afraksturinn afskaplega flottur.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is