Fréttir

17.10.2017 : Nemendaráð Öldutúnsskóla

Skólaárið 2017-2018 verður stjórn nemendaráðs Öldutúnsskóla skipuð eftirfarandi nemendum:

  • Álfheiður Dís Stefánsdóttir 10. J, formaður
  • Harpa Kristjana Steinþórsdóttir 10. K, varaformaðurnemendaráðs
  • Aníta Sóley Þórðardóttir 9. J
  • Ísabella Lind Baldvinsdóttir 9. K
  • Selma Lind Árnadóttir, 9. L
  • Ágúst Goði Kjartansson 8. K
  • Unnur Elín Sigursteinsdóttir 8. L
...meira

17.10.2017 : Sólkerfið

Nemendur í stjörnufræðivali hafa verið að læra um sólkerfið okkar. Í upphafi annar fór hópurinn í sólkerfisrölt og gengu á milli reikistjarna í smækkaðri mynd þar sem búið var að umreikna fjarlægð á milli þeirra niður í metra. Eftir það hófu nemendur að smækka sólkerfið frá metrum niður í sentímetra og settu upp afurð út frá því.
Nú má sjá smækkað sólkerfi á gólfinu fyrir framan náttúrufræðistofuna, plánetur sólkerfisins með upplýsingum ásamt plakötum sem gefa frekari upplýsingar um hverja plánetu fyrir sig.

...meira

16.10.2017 : Vetrarfrí 19. og 20. október

Fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. októnber er vetrarfrí í Öldutúnsskóla. Þessa daga er frí í skólanum og í Selinu.  Nemendur mæta svo aftur í skólann að loknu vetrarfríi mánudaginn  23. október.

 

Félagsmiðstöðin Aldan er opin í vetrarfríinu samkvæmt dagskrá.

...meira

13.10.2017 : Bleiki dagurinn 2017

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Við í Öldutúnsskóla tókum að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni og fjölmargir nemendur og starfsmenn mættu í einhverju bleiku í dag.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið .

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is