Fréttir

22.2.2018 : Morgunfundur með foreldrum

Foreldrar nemenda í 8. – 10. bekk eru boðaðir á fund föstudaginn 2. mars með kennsluráðgjafa og skólastjóra til að ræða um hvernig spjaldtölvuinnleiðingin hefur gengið. Fundurinn verður í matsal nemenda frá 08:15 – 09:15.

Heitt á könnunni.

...meira

21.2.2018 : Vökunótt

Félagsmiðstöðin Aldan stóð fyrir sleepover/vökunótt fyrir nemendur í unglingadeild s.l. föstudag, 16. Febrúar.  Húsinu var lokað kl 22:00 á föstudagskvöldið og opnaði ekki aftur fyrr en kl 7:00 á laugardagsmorgun.  Rúmlega 70 nemendur tóku þátt og voru þeir algjörlega til fyrirmyndar.  Nemendaráð skólans sá um dagskrárgerð og lögðu sig fram við að hafa eitthvað við hæfi allra.  Boðið var m.a. upp á lazer-tag frá Skemmtigarðinum, LAN herbergi og spa/slökunar rými.  Mikil ánægja var með nóttina og allir nemendur lögðu sig fram við að halda góðri stemningu allan tíman og fram á morgun.

...meira

21.2.2018 : Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríinu

Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri í vetrarfríi að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins. Fyrri smiðjan fer fram föstudaginn 23. febrúar kl. 13 – 15 en seinni smiðjan fer fram mánudaginn 26. febrúar kl. 13 – 15. Börnin geta komið í fylgd foreldra og eins og alltaf er ókeypis aðgangur að smiðjunum og safninu sjálfu. Listasmiðjan fer fram í Apótekinu, sal á fyrstu hæð safnsins og leiðbeinandi er Irene Hrafnan.

Við bjóðum grunnskólabörn í Hafnarfirði sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Á barnadeild verður hægt að föndra, spila og lita alla dagana en einnig verður boðið upp á sögustund, bíósýningar og föndur með sérstakar tímasetningar. 

Á Byggðasafni Hafnarfjarðar verður hægt að taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum ratleik fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti safnsins um safnið.

...meira

16.2.2018 : Skipulagsdagur og vetrarfrí

Föstudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur í Öldutúnsskóla. Þennan dag er frí hjá nemendum. Frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir.

Mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar er vetrarfrí. Frístundaheimilið Selið er ekki opið þessa daga.

Við vonum að nemendur og foreldrar njóti þessara frídaga. Nemendur mæta aftur í skólann skv.stundaskrá miðvikudaginn 28. febrúar.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is