Fréttir

24.1.2020 : Baðstofa

Nemendur í 4. L eru á fullu að setja upp baðstofu og eldhús í stofunni sinni í tengslum við verkefnið Íslenskir þjóðhættir.

Þar er markmiðið m.a. að nemendur átti sig á þeim þætti Íslandssögunnar sem fór fram á heimilum meginþorra Íslendinga um aldir. Þar mótaðist ýmiss konar íslensk alþýðumenning sem enn er hluti daglegs lífs þeirra sem á landinu búa. Náttúrulegar aðstæður landsins, árstíðir, veður og einangrun frá öðrum þjóðum, njörvuðu líf, vinnu og venjur þjóðarinnar allt frá landnámi til seinni hluta 19. aldar

...meira

23.1.2020 : Samrómur

Það var líf og fjör á göngum skólans, þegar nemendur unglingadeildar lögðu til 1500 raddsýni í gagnasafns Samróms.

Krakkarnir í Öldutúnsskóla eru fyrstu einstaklingarnir 18 ára og yngri sem ljá Samrómi rödd sína.
Samrómur safnar raddsýnum Íslendinga í gagnabanka. Slíkur gagnabanki verður svo aðgengilegur öllum þeim sem nýta talgervla í sínum tækjum, t.d. Alexa, Hey Google og ísskápurinn þinn.

Við lögðum okkar á vogarskálarnar að koma íslensku í hinn stafræna heim.

Hér má nálgast frétt um þetta á vef Morgunblaðsins

...meira

20.1.2020 : Börnin bjarga - endurlífgun

Í síðustu viku fengu krakkarnir í 7. bekk kennslu frá skólahjúkrunarfræðingi í endurlífgun. Fræðslan fjallar um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en þau felast m.a. í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og athuga með öndun og loks hjartahnoð. Farið var í hvern lið og endað á verklegri æfingu með þar til gerðum æfingadúkkum. Skólahjúkrunarfræðingurinn kemur líka í heimsókn til 6., 8. og 10. bekkja með þessa fræðslu á næstu vikum.

...meira

17.1.2020 : Benjamín dúfa

Nemendur í 7. bekk hafa verið að vinna með bókina Benjamín dúfu.
Þau lásu öll bókina í yndislestri í skólanum. Eftir að hafa lesið nokkra kafla í einu ræddu þau um það sem var að gerast í bókinni og svöruðu spurningum úr köflunum.
Þegar þau höfðu lokið við að lesa bókina horfðu þau á myndina. Þá tóku lokaverkefnin við og máttu þau þá velja hvort þau vildu gera myndband, líkan eða hreyfimynd (stop motion) úr völdu atriði úr bókinni. Þau fóru síðan í nokkra hópa eftir því hvað þau höfðu valið og vinnan hófst.
Foreldrum og stjórnendum var síðan boðið á sýningu á sal skólans þar sem horft var á myndböndin og líkönin skoðuð. Frábær vinna og verkefni hjá þessum magnaða hópi nemenda.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is