Fréttir

26.5.2020 : Útiskóli

Í allan vetur hafa nemendur í 2. bekk farið í útikennslu einu sinni í viku. Farið hefur verið á svæði í næsta nágrenni við skólann og hafa allir haft mjög gaman af þessum ferðum.

Í síðasta útikennslutímanum á þessu skólaári fór hópurinn með rútu að Hvaleyrarvatni og skemmti sér vel í góðu veðri.

...meira

22.5.2020 : Náttúran og listin

Krakkarnir í valáfanga í myndment hjá Krumma enduðu áfangann á lokaverkefni í undirgöngunum við Suðurbæjarlaug.

Verkefnið unnu þau út frá hugmyndum um náttúruna og listina. Hvað er list og fyrir hvern er listin sem við sköpum og hvað erum við að segja með listsköpun okkar.

Nemendur við 9. og 10. bekk við Öldutúnsskóla ákváðu því að gera mynd þar sem þemað er sjórinn. Hvað er á hafsbotninum við höfnina í Hafnarfirði? Áhrif mannsins á jörðina. Framtíðarsýn, hlýnun jarðar og hækkandi sjávarmál skilur eftir neðansjávar sýn nemanda.

...meira

21.5.2020 : Umhverfisdagur Öldutúnsskóla

Undanfarin ár höfum við varið umhvefisdeginum í að hreinsa skólahverfið okkar og verið afar stolt af því verkefni. En þar sem Hafnarfjarðarbæ hefur verið með mikið átak í ,,plokki“ var ákveðið að breyta til í ár.

Allir nemendur og starfsfólk fóru út í dag. Hver árgangur heimsótti ákveðið svæði innan bæjarins. Til dæmis fóru nemendur í 1. bekk að leika á fótboltavellinum í Setbergi, 2. bekkur fór niður að Læk, 3. bekkur á Ásfjallið, 6. bekkur í Hellisgerði svo eitthvað sé talið upp. Nemendur fóru í ýmsa leiki eða unnu verkefni á svæðunum.

Þegar komið var til baka upp í skóla stóðu nemendur í 10. bekk við grillin og grilluðu pylsur fyrir mannskapinn.

Þetta var í alla staði vel lukkaður dagur.

...meira

19.5.2020 : Umhverfisdagur

Á morgun, miðvikudaginn 20. maí er umhverfisdagur Öldutúnsskóla. Undanfarin ár höfum við tekið til í hverfinu, en að þessu sinni ætlum við að heimsækja ýmis útivistarsvæði Hafnarfjarðar. Á milli kl. 8:10 og 11:00 verða börnin um allan bæ í leik og starfi. Þegar komið er til baka taka nemendur í 10. bekk á móti þeim með pylsur á grilli. Skólastarfi lýkur upp úr kl. 11:30. Selið tekur þá á móti börnum sem eru skráð.

Mikilvægt er að nemendur komi klæddir samkvæmt veðri. 

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is