23.8.2016 : Kóræfingar

Allir krakkar í 3. – 10. bekk eru velkomnir í kórinn.

Litli kór (3. – 4.bekkur)  æfir á miðvikudögum í tónmenntastofunni kl.13:50 – 14:30. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 31. ágúst.  Það er nóg að krakkarnir mæti bara á æfingu, það þarf ekki að skrá þau sérstaklega fyrirfram.  Litli kór tekur þátt í Syngjandi jólum í desember og Barnakóramóti Hafnarfjarðar í mars.  Einnig heldur hann náttfatatónleika í mars eða apríl  og gistir í skólanum á eftir.  Öður hvoru er svo“Kórkaffi Brynhildar“ á kóræfingatíma þar sem söngvurunum verður boðið upp á léttar veitingar.

Stóri kór (5. – 10. bekkur) æfir tvisvar í viku á mánudögum kl. 14:30 – 16:30 og miðvikudögum kl. 14:45 – 16:15.  Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 31. ágúst.  Ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta þá.  Á dagskrá vetrarins er margt spennandi.  Við förum að öllum líkindum í samstarf við Atla Ingólfsson tónskáld.  Meira um það síðar.  Einnig tökum við á móti finnskum barnakór og gerum eitthvað skemmtilegt með þeim og norðlenskum barnakórum annað hvort í Hafnarfirði eða á Akureyri.

...meira

22.8.2016 : Skólasetning 2016

Skólaárið 2016 - 2017 hófst formlega í dag en þá mættu nemendur í 2. - 10. bekk á skólasetningu. Eftir stutta athöfn á sal fóru nemendur með umsjónarkennurum í sínar heimastofur. Þar fengu þeir m.a. stundaskrá og farið var yfir nokkur atriði sem tengjast skólabyrjun.
Nemendur í 1. bekk mættu í samtal til umsjónarkennara ásamt foreldrum.

Nemendur mæta svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

...meira

18.8.2016 : Skólastarf að hefjast

Undirbúningur fyrir skólaárið 2016 – 2017 er nú í fullum gangi. Starfsmenn eru önnum kafnir við að gera kennsluáætlanir, útbúa verkefni, fara yfir námsefni, gera skólastofurnar klárar, taka til í öllum rýmum skólans og svona mætti lengi telja.

Stjórnendur tóku sig svo til í dag og grilluðu hamborgara í hádeginu fyrir þetta frábæra starfsfólk. Síðar í dag fara svo starfsmenn í heimsókn á hvalasýninguna og eftir það út að borða. Mikilvægt að gleðjast saman jafnt í vinnunni sem utan hennar.

Í næstu viku mæta svo nemendur til starfa eftir gott sumarfrí. Við hlökkum mikið til að taka á móti þessum frábæra nemendahóp sem mun stunda nám í Öldutúnsskóla í vetur.

...meira

15.8.2016 : Ritfangalistar

Ritfangalistar fyrir skólaárið 2016 – 2017 eru nú aðgengilegir á heimasíðu skólans. Hægt að nálgast þá hér.

Foreldrar eru beðnir um að skoða vel gögn frá fyrri skólaárum og nýta það sem hægt er að nýta. Það er til dæmis allt í lagi að nota stílabók sem búið er að skrifa í að hluta.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is