22.3.2019 : Gaman úti að leika

Hressandi útivera hjá krökkunum í 1. bekk og gott að skella sér út eftir annasama viku. 

...meira

22.3.2019 : Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Öldutúnsskóla var haldin föstudaginn 22. mars. Níu nemendur úr 7. bekk kepptu í lokakeppninni og voru tveir nemendur valdir til að taka þátt í Lokahátíð í Hafnarborg 2. apríl næstkomandi. Þátttakendur keppninnar stóðu sig afar vel og áttu dómarar keppninnar erfitt með að skera úr um sigurvegara. Niðurstaðan var sú að það voru Teitur Leó Sigursteinsson og Christa Hrönn Davíðsdóttir sem keppa fyrir hönd skólans á lokahátíðinni í Hafnarborg og Óttar Uni Steinbjörnsson verður varamaður. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

...meira

11.3.2019 : Tölfræði

Nemendur í 8. bekk unnu í síðustu viku tölfræðiverkefni í stærðfræði. Þeir gerðu kannanir af ýmsum toga meðal nemenda á yngri stigum skólans svo sem varðandi ferðamáta í og úr skóla, íþróttaiðkun og snjalltækjanotkun svo eitthvað sé nefnt. Nemendurnir þurftu síðan að vinna úr þessum gagnasöfnum, setja fram niðurstöður bæði á tölulegan og myndrænan hátt og kynna fyrir bekkjarfélögum.     

...meira

11.3.2019 : Bekkjartré

1. bekkur fór og heimsótti bekkjartréð sitt föstudaginn 8. mars. Við mældum tréð, skoðuðum hvaða breytingar hafa orðið á því síðan síðast og tókum myndir.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is