6.3.2018 : Erum við að leita að þér?

Undirbúningur fyrir skólaárið 2018 – 2019 er hafinn. Liður í þeim undirbúningi er að auglýsa lausar stöður.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar með því að ýta á starfsheitin hérna fyrir neðan:

Eingöngu hægt að sækja um rafrænt. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 eða í gegnum netfangið  valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

...meira

16.3.2018 : Frábær árangur

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Hafnarborg þriðjudaginn 13. mars. Tveir fulltrúar frá hverjum grunnskóla tóku þátt. Fulltrúar Öldutúnsskóla voru Hugi Sveinsson og Ísabella Alexandra Speight. Þau stóðu sig frábærlega og voru skólanum til mikils sóma. Ísabella lenti í þriðja sæti í keppninni.

Samhliða verkefninu í 7. bekk er efnt til smásagnasamkepnni meðal nemenda í 8. – 10. bekk. Fjölmargir nemendur í Hafnarfirði tóku þátt. Álfheiður Dís Stefánsdóttir, nemandi í 10. bekk, lenti í 2. sæti með söguna ,,Umskiptingur“ en þema smásagnasamkeppninnar voru álfar og huldufólk.

Erum ákaflega stolt af þessum árangri.

...meira

16.3.2018 : Ratleikur í rigningunni

Krakkarnir í 4. bekk létu ekki smá rigningu stoppa sig í vikunni frá því að fara út í ratleik. Spurt var um allt milli himins og jarðar en aðallega þó stærðfræði og íslensku tengt og 20 spurningar kláraðar á mettíma. 

...meira

15.3.2018 : Páskabingó

Páskabingó verður haldið í Öldutúnsskóla þriðjudaginn 20. mars kl. 17:00 - 19:00. Nemendur í 4. - 10. bekk og fjölskyldur þeirra eru velkomnar. 

Bingóið er liður í fjáröflun fyrir útskriftarferð 10. bekkinga. 

Seldar verðar pizzur, djús og kaffi fyrir þá sem vilja. 1 bingóspjald 500 kr. og 3 bingóspjöld 1000 kr. Athugið ekki verður tekið við kortum.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is