26.10.2016 : Fjölbreytt námsmat

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á námsmat að vera fjölbreytt og höfða til sem flestra námsþátta. Í þeim skilningi skal meta á fjölbreyttan hátt, bæði verkefni og próf.  Í náttúrufræði í 9. bekk hófst námsmat haustannar á verklegu prófu þar sem nemendur settu saman straumrás, frá kló að perustæði. Út frá verklagi skrifuðu nemendur skýrslu og sýndu fram á tengingu á milli hugar og handar. Mikið stuð lá í loftinu og gleði án kvíða einkenndi nemendur.

...meira

25.10.2016 : Göngutúr

Um daginn fór 2. bekkur ásamt umsjónarkennurum í gönguferð niður að læk. Þau skoðuðu fuglalífið og fóru svo í leiki á túninu. Alltaf gott að fá sér ferskt loft í góðum hópi.

...meira

25.10.2016 : Íþróttakennari óskast

Laus staða íþróttakennara frá 1. janúar 2017. Umsóknarfrestur til og með 28. október.

Hér má nálgast nánari upplýsingar.

...meira

24.10.2016 : Skólabúðirnar að Reykjum

Nemendur í 7. bekk munu dvelja í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði vikuna 24.10. - 28.10. Lagt verður af stað frá Öldutúnsskóla klukkan 09:00  mánudaginn 24. október og áætluð heimkoma er klukkan 14:30 föstudaginn 28. október. Fjórir kennarar fara með nemendum.

Markmið skólabúðanna að Reykjum eru eftirfarandi:

  • að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
  • að auka félagslega aðlögun nemenda
  • að þroska sjálfstæði nemenda
  • að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
  • að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
  • að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið
  • að auka athyglisgáfu nemenda

Kennarar koma til með að upplýsa foreldra um hvernig gengur á sérstakri fbsíðu sem búið er að stofna vegna þessarar ferðar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is