10.12.2018 : Kór Öldutúnsskóla og karlakórinn Þrestir

Kór Öldutúnsskóla og Karlakórinn Þrestir héldu saman jólatónleika í Víðistaðakirkju sunnudaginn 9. desember. Börnin stóðu sig með mikilli prýði og var þessi stund falleg í alla staði. 

...meira

7.12.2018 : Kirkjuheimsókn

1.bekkur heimsótti Hafnarfjarðarkirkju og átti þar notalega stund með prestinum.

...meira

5.12.2018 : Stóra upplestrarkeppnin hefst

Nemendur 7. bekkjar buðu nemendum í 6. bekk á sal skólans þar sem þau voru búin að undirbúa dagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur fjölluðu um skáldið Jónas Hallgrímsson, lásu upp ljóð, sungu og síðan lásu sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar í Öldutúnsskóla í fyrra fyrir samnemendur sína.

...meira

4.12.2018 : Bann við notkun farsíma á skólatíma

Frá og með 1. janúar 2019 verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma nemenda. Þetta þýðir að ekki má nota síma fyrir fyrstu kennslustund dagsins, í frímínútum, hádegishléi, á leið í eða úr íþróttum, í kennslustundum, eftir síðustu kennslustund og í frístundaheimilinu.

Ef nemendur koma með farsíma í skólann á að vera slökkt á þeim og þeir ofan í tösku eða í læstum skáp nemenda (á við unglingadeild).

Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við börnin sín á skólatíma á að gera það í gegnum skrifstofu skólans. Foreldrar barna í frístundaheimili eiga að hafa samband við frístundaheimilið ef það þarf að koma einhverjum skilaboðum til barnanna.

Nemendur hafa aðgang að snjalltækjum í skólanum á skólatíma og eiga því ekki að nota eigin snjalltæki í skólanum. Nemendur á öllum stigum geta nýtt spjaldtölvur í námi.

Þessi regla hefur verið í gildi og því er engin breyting á skólareglum. Þar segir að nemendur eigi ekki að koma með óþarfa hluti í skólann. Það hefur verið litið framhjá þessu undanfarin ár varðandi unglingana því þeir hafa stundum fengið að nýta símana í námi. Nú þarf það ekki lengur með tilkomu spjaldtölva.

Brjóti nemendur þessa reglu varðandi símana verður það unnið skv. agaferli skólans.

Við óskum eftir góðu samstarfi við heimili vegna þessara breytinga.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is