14.10.2014 : Vetrarfrí

Mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. október er vetrarfrí í Öldutúnsskóla. Engin kennsla verður þessa daga. Nemendur mæta aftur skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. október.

Við vonum að þið hafið það gott í vetrarfríinu og njótið samverunnar með fjölskyldunni.

...meira

16.10.2014 : Lestrarstund

Á hverjum morgni er lestrarstund hjá nemendum í 1. – 7. bekk. Nemendur velja sér bók á bókasafni eða koma með bók að heiman og lesa í upphafi dags. Um er að ræða notalega stund þar sem nemendur koma sér þægilega fyrir og sökkva sér inn í ævintýraheim bókanna.

Á næstu vikum taka allir nemendur skólans þátt í lestrarátaki, lestrarátak Ævars vísindamanns og landsleiknum í lestri. Nánar kynnt síðar.

Til að ná góðri færni í lestri er nauðsynlegt að lesa heima. Þá þarf að skapa notalegt umhverfi, ná í bók sem börnin hafa áhuga á og lesa í 15 – 30 mínútur á hverjum degi.

...meira

15.10.2014 : Bekkjartré og stjörnustund

Í síðustu viku fór 2.J  í göngutúr í yndislegu haustveðri að bekkjartrénu sínu, sem þau völdu þegar þau voru í 1. bekk. Börnin óskuðu sérstaklega eftir því að fá að fylgjast með trénu í vetur líka.

Síðastliðinn föstudag var svo stjörnustund hjá 2.J.  Í þetta skipti var náttfata-bangsa-diskó stund :) Það var mikið fjör og gaman :)

Hér eru fleiri myndir

...meira

13.10.2014 : Saga Malölu Yousafzai

Í jafnréttis- og kynjafræðslu hafa nemendur 7. bekkja fengið kynningu á stöðu og réttindum stúlkna í þróunarríkjunum. Saga Malölu Yousafzai var skoðuð sérstaklega. Svo skemmtilega vildi til að þegar verið var að reka endahnút á verkefnið tilkynnti Nóbelsnefndin að Malala hlýtur friðarverðlaun Nóbels þetta árið.

Meðfylgjandi eru sannkölluð listaverk sem sýna túlkun nemenda á efninu.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is