25.5.2018 : Siglingaklúbburinn Þytur

Á hverju vori býður siglingaklúbburinn Þytur nemendu 6. bekkja að koma í heimsókn. 

...meira

25.5.2018 : Bréf í póst

Í lok smiðjunnar skapandi skrif fara hóparnir með bréf til vina og ættingja sinna á pósthúsið. Í einni ferðinni gaf konan í bakaríinu hópnum brauð handa öndunum. 

...meira

22.5.2018 : Vorhátíð foreldrafélags Öldutúnsskóla

Föstudaginn 25. maí frá 16:30 - 18:30 heldur foreldrafélags skólans sína árlegu vorhátíð. Sirkus Íslands kemur í heimsókn og víðavangshlaupið verður á sínum stað. Einnig verður boðið uppá andlistmáliningu, hoppukastala, dansatriði, umhverfishorn og veltubíll Sjóvá verður á staðnum.
Kaffi-, köku- og pylsusala, munið eftir pening því ekki er tekið við kortum.

...meira

18.5.2018 : Tónlistarhátíð á Spáni

Kór Öldutúnsskóla tók þátt í MRF tónlistarmóti á Spáni í byrjun maí (Costa Barcelona Music Festival).

Fjölbreyttar tegundir kóra tóku þátt frá öllum heiminum. Td. var þarna magnaður kór frá Suður Kóreu sem eingöngu var skipaður tannlæknum! Mótið sjálft fór að mestu fram í Calella litlum bæ í nágrenni Barcelona. Kórinn nýtti sér tilboð frá mótshöldurum og fór í skoðunarferð til Barcelona þar sem Gaudi kirkjan var skoðuð. Einnig fór kórinn til Benekiktarreglu klausturs Heilagarar Maríu í Montserrat. Þar hlustuðu krakkarnir á daglegan söng eins elsta drengjakórs heims kenndan við Montserrat en kórinn var stofnaður fyrir 800 árum. Öldutúnsbörnin sátu andöktug og hlustuðu og var þetta einn af hápunktum ferðarinnar hjá  þeim (fyrir utan það er þau hentu kórstjóranun sínum fullklæddum út í sundlaug).

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is