14.12.2017 : Jólaferð á Hamarinn

Krakkarnir í 4.bekk fengu sér göngutúr með nestið sitt á Hamarinn. Fallegt veður en kalt og mættu margir með heitt kakó og pipakökur. 

...meira

13.12.2017 : Uppbrot á aðventunni

Í demsember eru skóladagarnir brotnir upp með ýmsum hætti. Krakkarnir í 3. bekk hafa t.d. farið í göngutúr í Jólaþorpið að skoða jólaljósin og taka dans í kringum jólatréð. Þau heimsóttu líka Fríkirkjuna og sungu þar jólalög og fengu svo heitt kakó og smákökur í safnaðarheimilinu. 

...meira

11.12.2017 : Jólaopnun í Selinu

Frístundaheimilið Selið verðir opið dagana 19.12. – 22.12., 27.12. – 29.12. og 2. janúar fyrir þá nemendur sem eru skráðir. Miðvikudaginn 3. janúar er Selið lokað vegna starfsdags starfsmanna.

Þeir foreldrar sem vilja skrá börn sín í Selið þessa daga þurfa að gera það fyrir 16:00 föstudaginn 15. desember.

Fyrirkomulag skráningar:

  • Skráning dagana 19. – 22.12. og 02.01.2018 fer fram hjá deildastjóra frístundaheimilisins. Hægt að senda honum póst, kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is eða hringja í hann.
  • Skráningar vegna daganna milli jóla og nýárs fara fram miðlægt hjá fagstjóra frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, lindah@hafnarfjordur.is

Ástæðan fyrir þessari tvöföldu skráningu er sú að á milli jóla og nýárs verður Selið lokað og verður sameiginleg jólasmiðja fyrir nemendur í Hafnarfirði í Krakkabergi í Setbergsskóla.

Deildarstjóri frístundaheimilis hefur þegar sent póst á foreldra þar sem þetta fyrirkomulag er kynnt.

...meira

11.12.2017 : Jólaskemmtun

Mánudagskvöldið 18. desember er jólaskemmtun á sal fyrir nemendur í 8. - 10. bekk frá 19:30 – 22:00.

Þriðjudaginn 19. desember eru jólaskemmtanir í 1. – 7. bekk.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is