23.9.2016 : Lífríkið í fersku vatni

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk kynnt sér lífríkið í fersku vatni. Í dag fengu þau sýnikennslu þar sem Brynja náttúrufræðikennari bauð hópum niður í náttúrufræðistofu og krufði fiska. Nemendur voru mjög áhugasamir og flottir, fengu að sjá innyfli fisksins, s.s. hrognpoka, magann og fleira áhugavert. 

...meira

22.9.2016 : Laugar í Sælingsdal

Vikuna 12 .- 16.september fór 9. bekkur í Öldutúnsskóla ásamt 9. bekk í Hvaleyrarskóla á Laugar í Sælingsdal. Skólarnir náðu vel saman og var nemendum blandað jafnt í þrjá hópa. Hóparnir glímdu við ýmis skemmtileg verkefni, bæði úti og inni. Farin var Hólaganga þar sem gengið var til Rebekku á Hólum sem er með lítinn dýragarð og svo aftur til baka. Veðrið í göngunni var mjög gott en ferðin tók um 3 klst.  Allur hópurinn fór svo saman upp á Tungustapa þar sem sögð var álfasaga. Veðrið lék ekki alveg við okkur þá en nemendur létu það ekki á sig fá. Hápunktur vikunnar var svo Laugarleikarnir þar sem hóparnir þrír glímdu sín á milli í hinum ýmsu þrautum og að þeim loknum var sundlaugarpartý.

Ferðin gekk vel í alla staði og voru nemendur í Öldutúnsskóla til fyrirmyndar. Takk fyrir samveruna.

...meira

20.9.2016 : Skipulagsdagur 28.09.2016

Miðvikudaginn 28. september verður skipulagsdagur í Öldutúnsskóla. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann þennan dag.

Frístundaheimilið Selið er opið frá 08:00 – 17:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir. Póstur um sérstaka skráningu þennan dag verður sendur í dag eða á morgun.

Félagsmiðstöðin Aldan opnar eins og venjulega klukkan 17:00 fyrir nemendur í 5. – 6. bekk og klukkan 19:30 fyrir nemendur í 8. – 10. bekk.

Nemendur mæta svo aftur í skólann samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 29. september.

...meira

19.9.2016 : Samræmd próf í 4. bekk

Samræmd próf fara fram í 4. bekk í lok september. Að þessu sinni verða prófin rafræn. Árgangingum verður tvískipt og fer fyrri hlutinn í prófin klukkan 08:30 og seinni hópurinn klukkan 10:15. Nemendur mæta í skólann klukkan 08:10 og er búnir í skólanum á þeim tíma sem þeir eru venjulega búnir skv. stundaskrá þessara daga.

  • Íslenska – fimmtudaginn 29. september.
  • Stærðfræði – föstudaginn 30. september.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is