26.5.2017 : Samsöngur

Nemendur í 1. – 6. bekk mættu á sal í morgun og sungu nokkur lög undir styrkri stjórn tónmenntakennaranna Brynhildar og Sigurbjargar. Virkilega gaman að byrja daginn á að syngja saman og nemendur tóku hressilega undir og fara þeir syngjandi glaðir inn í helgina.

...meira

26.5.2017 : Skipulagsdagur

Mánudaginn 29. maí er skipulagsdagur. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann þennan dag. Frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá sem eru skráðir.

...meira

24.5.2017 : Í fremstu röð

Fyrir nokkrum árum settu starfsmenn sér það markmið að Öldutúnsskóli mundi skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla á Íslandi. Síðustu ár höfum við stigið mörg jákvæð skref í átt að þessu markmiðið.

Niðurstöður skimana og ýmissa kannanna í vetur gefur okkur svo sannarlega byr í seglin.

...meira

23.5.2017 : Niðurstöður PISA - Öldutúnsskóli

Niðurstöður PISA fyrir árið 2015 voru kynntar í haust. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið. Lesskilningur minnkaði frá 2000 til 2006 en eftir það hefur hann ekki lækkað marktæk. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda til hins verra og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA.

Meðaltal í PISA í OECD ríkjunum er um 498 stig. Meðatal íslenskra barna var eftirfarandi:

 

  • Náttúrufræði 473 stig.
  • Stærðfræði 488 stig.
  • Lesskilningur 482 stig.

 

Meðaltal nemenda í Öldutúnsskóla var eftirfarandi:

 

  • Náttúrufræði 498 stig.
  • Stærðfræði 504 stig.
  • Lesskilningur 518 stig.

 

Öldutúnsskóli er fyrir ofan landsmeðaltal í öllum þáttum og fyrir ofan meðaltal OECD í tveimur þáttum.

Erum ákaflega stolt af þessum árangri.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is