26.5.2016 : Þingvellir

Vorferð 5. bekkja var farin til Þingvalla og var staðarvalið í  tengslum við námsefni vetrarins. Þegar komið var til Þingvalla tók Kári Úlfsson landvörður á móti okkur og fór með okkur inn á fræðasetrið. Þar sáum við  ýmsar myndir m.a. frá lífriki Þingvallavatns. Síðan gekk hópurinn með honum niður Almannagjá að Lögbergi og stoppað var  á ýmsum stöðum á leiðinni og spjallað.

...meira

25.5.2016 : Fræðasetrið í Sandgerði

Í dag gerði 4. bekkur sér ferð suður með sjó. Við fórum í fjöruna við Garðskagavita. Nemendur fengu fötur og skóflur og söfnuðu fjölbreyttum lífverum. Eftir dágóða stund í dásamlegu veðri var ferðinni heitið í fræðasetrið í Sandgerði þar sem nemendum gafst kostur á að skoða í smásjám það sem fundist hafði í fjörunni. Einnig var farið í ratleik inni á safninu þar sem nemendur leituðu að hinu og þessu sem fyrir augu bar. Virkilega vel heppuð og skemmtileg vorferð hjá 4. bekk.

...meira

25.5.2016 : Útilega

Krakkarnir í útivistarvali ásamt Dóru íslenskukennara og Guðrúnu Helgu námsráðgjafa fóru í síðustu ferð skólaársins um daginn. Föstudaginn 20. maí  hjóluðu þau upp að Hvaleyrarvatni og gistu þar í tjöldum. Morguninn eftir var hjólað upp í Kaldársel og Helgafell klifið og farið niður „gatið“ og svo hjólað heim á leið.  Stórskemmtileg lokaferð þar sem allir stóðu sig eins og hetjur.

...meira

24.5.2016 : Nemendarýnihópar

Í Öldutúnsskóla eru starfræktir nemendarýnihópar, einn á yngra stigi og annar á eldra stigi. Rýnihóparnir eru formleg tenging við SMT teymið og eineltisteymi og kemur upplýsingum og ábendingum til þeirra um það sem betur má fara og hvað er að ganga vel. Auk þess geta fulltrúar rýnihópsins komið ábendingum frá bekknum inn í rýnihópinn til umræðu. Rýnihóparnir funda sex sinnum á skólaárinu og er búið að ákveða dagskrá hvers fundar. Meðal þess sem er gert á fundum er að ræða um SMT og Olweus, fara á vettvang og kanna hvort að reglur séu sýnilegar, rannsóknir á svæðum til að kanna hvort verið sé að fara eftir reglum og margt fleira.

Rýnihóparnir eru til þess að raddir og sjónarmið nemenda fái að heyrast og þannig aukum við lýðræði í skólastarfi.

Í dag var síðasti fundur nemendarýnihópa. Nemendur fengu pizzuveislu fyrir vel unnin störf í vetur.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is