28.2.2017 : Stóra upplestrarkeppnin

Frá degi íslenskrar tungu í nóvember hafa nemendur í 7. bekk undirbúið sig fyrir stóru upplestrarkeppnina. Allir nemendur lögðu sig virkilega fram og tóku miklum framförum,  hvort sem það var í lestri eða að koma fram fyrir framan aðra. Í síðustu viku voru tvær undankeppnir haldnar í árganginum þar sem 10 nemendur komust áfram úr þeim. Í dag var síðan skólakeppni Öldutúnsskóla haldin þar sem nemendurnir 10 lásu textabrot og tvö ljóð. Annað var valið fyrir þau en síðara völdu þau sjálf.

Nemendur stóðu sig framúrskarandi vel og áttu dómarar erfitt val fyrir höndum. En þau sem voru valin áfram í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Öldutúnsskóla voru þau Ágúst Goði Kjartansson og Sara Aurora Lúðvíksdóttir. Varamaður er Guðrún Edda Min Harðardóttir. Verða þau glæsilegir fulltrúar skólans á lokakeppninni 7. mars nk. í Hafnarborg.

...meira

27.2.2017 : Að takast á við kvíða

Nemendur í 7. bekk hafa verið að undirbúa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina að undanförnu. Það að koma fram fyrir framan aðra reynist okkur misauðvelt og getur valdið kvíða hjá okkur í mismunandi mæli.

Við vorum svo heppin að Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, foreldri í hópnum, kom og var með fræðslu til krakkanna um kvíða við að koma fram fyrir framan aðra og hvernig þau geta minnkað kvíðann og í leiðinni tekist á við hann. En Steinunn er sálfræðingur og vinnur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni, www.kms.is/litlakms .

Þetta var frábær stund sem við áttum með Steinunni og lærðum helling. Hún náði afar vel til krakkanna, þau tengdu vel við það sem hún sagði og þau fengu verkfæri sem þau geta nýtt sér í framtíðinni.

Við þökkum Steinunni kærlega fyrir og gaman þegar samstarf heimilis og skóla nýtist meðal annars á þennan hátt.

...meira

17.2.2017 : Sinfóníutónleikar

Í dag fór 1.bekkur á tónleika í Hörpu. Þar var flutt sagan Skrímslið litla systir mín og Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði undurfagra tónlist Eivarar.
Börnin nutu sín vel og sýndu og sönnuðu hvað þau eru flinkir hlustendur og kunna að vera og njóta.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is