13.6.2014 : Hafið það gott í sumar

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 19. júní til og með 5. ágúst. Ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við skólastjóra í gegnum tölvuvpóst.

Foreldrar eru hvattir til að kíkja við á næstu dögum til að fara yfir óskilamuni.

Starfsfólk Öldutúnsskóla þakkar samstarfið á liðnu skólaári.

...meira

10.6.2014 : Skólaslit

Skólaslit nemenda voru föstudaginn 6. júní. Nemendur mættu á sal þar sem skólastjóri var með ávarp, síðan fóru nemendur í sínar heimastofur og fengu vitnisburð hjá umsjónarkennara. Mikil gleði ríkti þennan dag enda eru skólaslit uppskeruhátíð þar sem nemendur og foreldrar fá upplýsingar um hvernig til hefur tekist í vetur.

Nemendur mæta svo aftur í skólann á skólasetningu sem verður föstudaginn 22. ágúst, nánar auglýst síðar.

...meira

10.6.2014 : Útskrift nemenda í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk útskrifuðust við hátíðlega athöfn í Hamarssal Flensborgarskólans föstudaginn 6. júní. Athöfnin var virkilega hátíðleg og skemmtileg. Skólastjóri flutti ávarp, kórinn söng þrjú lög, tónlistaratriði frá útskriftarnemendum, útskriftarnemendur í myndmenntavali afhentu skólanum mynd og fulltrúi útskriftarnemenda flutti ávarp. Nemendur fengu vitnisburð og nokkrir fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur.

Eftir athöfnina var nemendum og gestum boðið til kaffisamsætis í sal Öldutúnsskóla.

Um leið og við þökkum nýútskrifuðum nemendum okkar fyrir ánægjulega samfylgd þá óskum við þeim velfarnaðar í þeim margvíslegu verkefnum sem bíða þeirra í framtíðinni.

...meira

10.6.2014 : Tvær tilnefningar til Grímunnar 2014

Leikritið ,,Unglingurinn“ hlaut á dögunum tvær tilnefningar til Grímunnar 2014. Óli Gunnar Gunnarsson er nemandi í 9. bekk í Öldutúnsskóla og er hann annar höfundur verksins ásamt því að leika annað aðalhlutverkið.

Við óskum Óla Gunnari og vini hans, Arnóri Björnssyni hjartanlega til hamingju með þessar tilnefningar og fyrir þessa frábæru sýningu.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is