3.3.2015 : PISA

PISA er umfangsmikil alþjóðleg rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði, stærðfræði og þrautalausn. Sá aldur er valinn vegna þess að í flestum löndum markar hann lok almennrar skólagöngu. PISA er skammstöfun fyrir enska heiti rannsóknarinnar, Programme for International Student Assessment. Rannsóknin er á vegum OECD (Efnahags- og framfarastofunarinnar). Alls taka 32 þjóðir þátt í rannsókninni. Námsmatsstofnun sér um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi fyrir hönd menntamálaráðuneytisins.

Nemendur í 10. bekk fá kynningu á þessari rannsókn föstudaginn 6. mars. PISA verður lagt fyrir nemendur dagana 16. – 19. mars.

...meira

2.3.2015 : Bókakjalaljóð

Nemendur í 9. bekk eru undir áhrifum (eða álögum) skáldagyðjunnar þessa dagana. Hér eru svokölluð bókakjalaljóð (book spine poetry) sem þeir hristu fram úr erminni eins og þeir hafi ekki gert annað um dagana.
...meira

23.2.2015 : Upplestrarhátíð – undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Upplestrarhátíð var haldin hér í Öldutúnsskóla í dag. Að venju tókst hún mjög vel, keppendur stóðu sig með mikilli prýði og var úr vöndu að ráða fyrir dómarana að velja fulltrúa skólans úr þessum glæsilega hópi. Áheyrendur stóðu sig líka með mikilli prýði, voru til fyrirmyndar. Fulltrúar Öldutúnsskóla í Stóru upplestrarkeppninni árið 2015 eru þær Brynja Rut Hjartardóttir og Valgerður Ósk Valsdóttir úr 7. J, varamaður er Diljá Rögn Sigurðardóttir úr 7. J.

...meira

23.2.2015 : Konudagurinn

Konudagurinn var sunnudaginn 22. febrúar og af því tilefni þá tóku karlkyns starfsmenn Öldutúnsskóla sig til og tóku á móti stelpunum í upphafi dags með rós. Í kaffitímanum var boðið uppá sætindi og stelpumynd. Þær eiga allt það besta skilið þessar elskur.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is