29.5.2020 : Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk Öldutúnsskóla fer fram fimmtudaginn 4. júní kl. 16:30 í sal Flensborgarskóla.

Nemendur mæta kl. 16:00.

Eftir athöfnina verður boðið upp á kaffiveitingar í matsal nemenda hér í Öldutúnsskóla.

Vegna ástands og fjöldatakmarkana leggjum við línur með að það komi ekki fleiri en tveir gestir með hverjum nemanda. 

...meira

28.5.2020 : Skipulagsdagur

Á morgun föstudaginn 29. maí  er skipulagsdagur og því frí hjá nemendum. 

...meira

26.5.2020 : Útiskóli

Í allan vetur hafa nemendur í 2. bekk farið í útikennslu einu sinni í viku. Farið hefur verið á svæði í næsta nágrenni við skólann og hafa allir haft mjög gaman af þessum ferðum.

Í síðasta útikennslutímanum á þessu skólaári fór hópurinn með rútu að Hvaleyrarvatni og skemmti sér vel í góðu veðri.

...meira

22.5.2020 : Náttúran og listin

Krakkarnir í valáfanga í myndment hjá Krumma enduðu áfangann á lokaverkefni í undirgöngunum við Suðurbæjarlaug.

Verkefnið unnu þau út frá hugmyndum um náttúruna og listina. Hvað er list og fyrir hvern er listin sem við sköpum og hvað erum við að segja með listsköpun okkar.

Nemendur við 9. og 10. bekk við Öldutúnsskóla ákváðu því að gera mynd þar sem þemað er sjórinn. Hvað er á hafsbotninum við höfnina í Hafnarfirði? Áhrif mannsins á jörðina. Framtíðarsýn, hlýnun jarðar og hækkandi sjávarmál skilur eftir neðansjávar sýn nemanda.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is