21.9.2018 : Líf og fjör á bókasafninu

Það er oft líf og fjör á bókasafni skólans. Nemendur í 1. og 2. bekk koma í lestrarstund á safnið einu sinni í viku. Þá les Þóra bókasafnsfræðingur fyrir þau og á eftir fá þau huggulega stund á safninu þar sem kíkt er í bækur eða tekið tafl. Markmiðið með lestrarstundunum er að skapa jákvætt viðhorf til lestrar og að nemendur finni að þau séu velkomin á safnið.

...meira

21.9.2018 : Söngstund á sal

Í dag komu nemendur og starfsmenn yngri deildar saman á  söngstund á sal og sungu nokkur vel valin lög. Mikil sönggleði ríkti og ætlaði þakið að rifna af húsinu þeger mest lét. Einkar ánægjuleg stund.

...meira

19.9.2018 : Aldan

Opnunartími Öldunnar:

  • 5. bekkur mánudaga 17-19
  • 6. bekkur miðvikudaga 17-19
  • 7. bekkur föstudaga 17-19
  • 8. - 10. bekkur mánudagur, miðvikudagur og föstudagur 19:30-22

Ýtið á meira til að fá nánari upplýsingar um dagskrá Öldunnar

...meira

17.9.2018 : Útiskóli

Á föstudögum er útiskóli hjá 1.bekk. Í þetta skipti fór hópurinn að leika sér á Víkingaróló í Áslandinu.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is