17.9.2018 : Útiskóli

Á föstudögum er útiskóli hjá 1.bekk. Í þetta skipti fór hópurinn að leika sér á Víkingaróló í Áslandinu.

...meira

17.9.2018 : Fimmvörðuháls

Sunnudaginn 9. september gekk vaskur hópur unglinga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum yfir í Þórsmörk. Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er upp á "fimmvörðuhálsval" og í þetta skipti voru það 22 nemendur úr 8. - 10. bekk sem fóru.
Lagt var af stað frá Skógum um kl 9:30 og komið í Þórmörk níu og hálfum tíma síðar. Krakkarnir stóðu sig ákaflega vel, jákvæðni og samheldni voru ríkjandi allan tímann þrátt fyrir nokkur hælsæri og eymsli hér og þar, miklir sigurvegarar og til fyrirmyndar í alla staði.

...meira

13.9.2018 : Haustfundur í 1. bekk

Foreldrar nemenda í 1. bekk eru boðaðir á haustfund þriðjudaginn 18. september klukkan 17:00 - 20:00. Um er að ræða seinni hluta Skólafærnisnámskeiðs en fyrri hluti námskeiðsins var í vor.

...meira

10.9.2018 : Aðalfundur foreldrafélags Öldutúnsskóla

Aðalfundur foreldrafélags Öldutúnsskóla verður haldinn þriðjudaginn 11. september klukkan 20:00.Fundurinn verður í matsal starfsmanna Öldutúnsskóla.

Dagskrá fundarins:

  1. Anna Steinssen frá Kvan verður með fræðsluerindi : Góð samskipti, lykill að árangri
  2. Pistill formanns foreldrafélagsins
  3. Uppgjör vetrarins 2017/2018
  4. Kosning nýrrar stjórnar
  5. Önnur mál

Fundi lýkur kl. 21:30

Hvetjum alla til að mæta enda tilvalið tækifæri til þess að kynna sér hvað felst í starfsemi foreldrafélagsins og hitta aðra foreldra yfir góðum veitingum.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is