9.12.2016 : Jólaskemmtanir í Öldutúnsskóla

Jólaskemmtanir nemenda í 1. – 7. bekk verða mánudaginn 19. desember sem er jafnframt síðasti skóladagur nemenda fyrir jólafrí. Nemendur mæta fyrst í sínar heimastofur og fara síðan á sal þar sem þeir fylgjast með skemmtiatriðum og dansa svo í kringum jólatréð. Að lokinni dagskrá í sal fara nemendur aftur í sínar heimastofur og eiga þar notalega jólastund. Foreldrar eru velkomnir á skemmtunina í sal.

...meira

8.12.2016 : Jólakaffihús

Nemendur í 10. bekk sáu um hið árlega jólakaffihús í dag sem er liður í fjáröflun fyrir vorferðalag þeirra. Það var sannkölluð jólastemming sem sveif um matsala skólans og nemendur jafnt sem starfsmenn skólans gerðu veitingunum góð skil og þjónustan var fyrsta flokks.

...meira

7.12.2016 : Stefnumót við jólabækurnar

Núna í desember hefur Þóra á bókasafninu boðið nemendum skólans á stefnumót við jólabækurnar. Nemendur koma þá með umsjónarkennara sínum á safnið og fá tækifæri til að skoða þær bækur sem hafa verið keyptar á safnið á síðustu dögum. Eitt af mörgum hlutverkum skólasafnsins er að vekja áhuga og ánægju nemenda á lestri. Þessi stefnumót er liður í því að kynna nýútkomnar bækur fyrir nemendum og leyfa þeim að sjá að við leggjum okkur fram við að eiga safnefni sem vekur áhuga þeirra. Eftir áramót verður svo mögulegt að fá þessar bækur að láni.

...meira

7.12.2016 : Góðir gestir

Við í Öldutúnsskóla höfum síðustu daga fengið nokkra góða gesti í heimsókn. Þetta eru rithöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson, Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson. Þeir hafa lesið upp úr bókum sínum fyrir nemendur skólans. Gunnar las úr bókinni Pabbi prófessor fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, Vilhelm Anton kynnti bók sína Vísindabók Villa – skynjun og skynvillur fyrir 1. – 10. bekk og Ævar Þór las upp úr bókinni Þín eigin hrollvekja fyrir 3. – 7. bekk.  Virkilega gaman að fá þessa rithöfunda í heimsókn.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is