23.1.2017 : Málþing

Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar stendur fyrir málþingi um sérúrræði í grunnskólum Hafnarfjarðar. Málþingið verður í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 27. janúar frá 13:30 – 17:00.

Dagskrá:

 

  • Klukkan 13:30 – Setning. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
  • Klukkan 13:40 – Kennarar í skóla án aðgreiningar. Trausti Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri.
  • Klukkan 14:05 – Menntun og mannréttindi barna. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.
  • Klukkan 14:25 – Kynning á tillögum starfshóps. Fulltrúar frá starfshópi.
  • Klukkan 14:45 – Kaffihlé.
  • Klukkan 15:05 – Sjónarmið nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda.
  • Klukkan 15:45 – Vinnuhópar.
  • Klukkan 16:30 – Kynning á umræðu í vinnuhópum.
  • Klukkan 16:55 – Málþingsslit. Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri.

 


Fundarstjóri: Helgi Arnarson, fræðslustjóri í Reykjanesbæ.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í málþinginu eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á vigfus@hafnarfjordur.is

Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 24. janúar.

...meira

18.1.2017 : Jón Jónsson

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson heimsótti nemendur í 8. bekk  í gær.  Jón spjallaði við krakkana, sagði frá lífi sínu, svaraði spurningum um fótbolta, ræddi um heilbrigðan lífsstíl, talaði gegn munntóbaksnotkun og sagði  frá tónlistarferlinum.

Jón Jónsson var að sjálfsögðu með gítarinn meðferðis og  tók hann lagið í lokin. Frábær heimsókn.

...meira

17.1.2017 : Bókasafnið opnar eftir endurbætur

Bókasafn Öldutúnsskóla opnar aftur þriðjudaginn 17. janúar eftir miklar endurbætur. Meðal þeirra breytinga sem voru gerðar er að nú er búið er að setja 12 nýjar tölvur inn á safnið. Tölvunum er raðað á tölvueyjar og verður nýtingin á þeim því mun betri. Nemendur geta unnið saman í hópum og kennarar og bókasafnsfræðingur hafa betri yfirsýn. Einnig var hillum endurraðað og lestrarhorn yngstu nemenda var gert aðgengilegra.

Bókasafnið okkar er hjarta skólans hvað varðar upplýsingamennt. Nemendur geta unnið með bækur og í tölvum, hvort sem það er í hópum eða í einstaklingsvinnu. Þessar breytingar eru stórt og mikið framfaraskref þegar kemur að námi og kennslu í upplýsingamennt.

...meira

17.1.2017 : Breyting á stundaskrá

Vegna námskeiðs starfsmanna eru nemendur í 5. – 10. bekk búnir í skólanum klukkan 13:50 þriðjudaginn 17. janúar. Stundaskrá nemenda í 1. – 4. bekk heldur sér og eins verður starfsemi frístundaheimilisins óbreytt.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is