10.6.2016 : Hafið það gott í sumar

Við þökkum kærlega fyrir gott og gefandi samstarf á skólaárinu og vonum að þið hafið það alveg einstaklega gott í sumar. Sjáumst endurnærð í haust.

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst. Nánar auglýst síðar.

Með sumarkveðju,

Starfsmenn Öldutúnsskóla

...meira

15.6.2016 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans er opin frá 08:00 – 15:00 til og með 16. júní. Opnar aftur mánudaginn 8. ágúst.

Ef erindi þola ekki bið þá er hægt að senda póst á Valdimar skólastjóra, valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

Skólastjóri

...meira

9.6.2016 : Að vökva lestrarblómin – eða láta þau visna

Margir kennarar verða vitni að því að hausti að lestrarfærni nemenda hefur hrakað yfir sumarmánuðina og nemendum farið aftur í lestri. Einkum er hætta á þessu þegar nemendur hafa glímt við lestrarerfiðleika en þá getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lestrarfærni að hausti (í atkvæðum talið) standi á sama stað og hún var í byrjun árs hjá nemandanum. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast. Til að koma í veg fyrir þetta er einfalt ráð: Að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku yfir sumartímann í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Tilmæli frá kennara vega þungt og margir kennarar nesta nemendur sína með fyrirmælum um að lesa heima yfir sumartímann. Enn aðrir setja upp umbunarkerfi og í sumum skólum eru lestrarkeppnir milli bekkja til að ýta undir sumarlestur.

...meira

8.6.2016 : Skólaslit

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk fór fram miðvikudaginn 8. júní. Nemendur mættu í sínar heimastofur og fylgdu umsjónarkennurum á sal þar sem skólastjóri/aðstoðarskólastjóri flutti ávarp og veitti viðurkenningar. Eftir athöfn á sal fóru nemendur aftur í sínar stofur og fengu vitnisburð vetrarins.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is