2.5.2016 : Umhverfisdagur

Okkar árlegi umhverfisdagur verður miðvikudaginn, 4. maí.

Nú eru árin orðin nokkuð mörg sem nemendur og starfsfólk í Öldutúnsskóla hafa tekið til hendinni í skólahverfinu í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Markmiðið með þessu verkefni er meðal annars að auka tilfinningu krakkanna fyrir snyrtimennsku í umhverfinu og kenna þeim ákveðin vinnubrögð við umhirðu. Auk þess sem við erum skóli á Grænni grein og munum við fá fánann afhentan í fimmta sinn á næstunni.

Við förum saman í litlum hópum um hverfið og hreinsum bæði götur og opin svæði. Vinaárgangar fara saman, þannig að stórir og smáir hjálpast að.  Einnig er tekið til hendinni á skólalóðinni. Hver árgangur fær úthlutað ákveðnum reit sem eru snyrtur til og hreinsaður.

Eftir tiltekt grilla nemendur í 10. bekk pylsur handa öllum sem tekið hafa þátt í vinnunni.

...meira

2.5.2016 : Einstaklega vel heppnuð vorhátíð

Vorhátíð foreldrafélagsins var haldin föstudaginn 29. apríl. Fjölmargir lögðu leið sína í skólann til að taka þátt í gleðinni. Á meðal þess sem var á dagskrá var víðavangshlaup, danssýning, tónlistaratriði, Sirkus Íslands mætti á svæðið, umhverfishorn og fleira og fleira. Boðið var uppá andlitsmálningu sem var í umsjón unglinga og fjölmargir sem nýttu sér það. Nemendur í 6. og 8. bekk voru með fjáröflun og hægt var að kaupa grillaðar pylsur, kökur og kaffi.

Einstaklega vel heppnuð vorhátíð. Gleðin skein úr andliti gesta.

Samstarf heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsæls skólastarfs. Vorhátíðin er liður í þessu samstarfi.

...meira

2.5.2016 : Lokahátíð litlu upplestrarkeppninnar

Lokahátíð litlu upplestrarkeppninnar fór fram við hátíðlega athöfn hjá hverjum 4. bekk fyrir sig vikuna 25.-29. apríl. Undibúningur hófst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2015. Þá var notast við fjölbreytta texta og ljóð sem nemendur æfðu sig að lesa bæði heima og í skólanum. Nemendur lásu ýmist einir, í pörum, litlum hópum eða allur hópurinn saman.  Nemendur fengu handritið að lokahátíðnni í hendurnar í mars. ...meira

26.4.2016 : Vorhátíð Öldutúnsskóla 29. apríl

Dagskrá:

  • 16:30 Vorhátíð Öldutúnsskóla hefst með víðavangshlaupi
  • 17:00 Dagskrá á sviði
    • Spennandi atriði frá nemendum
    • Tónlistaratriði
    • ofl. ofl.
  • 18:30 Vorhátíð lýkur með bros á vör

Boðið verður uppá andlistmálningu, þrautabraut og hoppukastala. Umhverfishornið verður á sínum stað.

6. og 8. bekkur sjá um pyslu, kaffi og kökusölu

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is