22.11.2017 : Popplestur

Í síðustu viku hófst popplestrarátak í yngri deild. Fyrir hverjar 5 mínútur sem börnin lesa eða lesið er fyrir þau fæst ein poppbaun, sem hver bekkur safnar í krukku meðan á átakinu stendur. Þeir sem lesa heima 5 sinnum í viku fá auka 20 poppbaunir. 
Börnin mega lesa upphátt og í hljóði, fyrir systkini og fyrir gæludýr. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin á að skrá þær mínútur líka.Í dag komu börnin í 1. SN á bókasafnið til Þóru sem las fyrir þau í 15 mínútur og fengu þau 3 baunir fyrir það.
Átakinu lýkur 1. desember með glæsilegri poppveislu.

...meira

22.11.2017 : Öfugsnúin stjörnustund

Í dag var 2. bekkur með stjörnustund. Börnin áttu að koma öfugsnúin í skólann.
Hugmyndaflugið er endalaust og mátti sjá margt skrýtið og skemmtilegt. Börnin voru í sitthvorum sokknum, fötunum öfugum, með nærbrók á höfðinu og eða í brókinni yfir buxunum. Eitt barn reyndi að vera í fýlu en tókst það illa því það er alltaf svo glatt. Einn kennari tók upp á því að lesa börnin þannig að hann ruglaði með nöfnin, sagði seinna nafnið fyrst, föðurnafnið og millinafnið eða nafnið á barninu afturábak. Það vakti mikla lukku.
Börnin fengu að leika sér saman þar sem ýmsilegt var í boði. Börnin fóru á milli stofa og léku við börnin úr hinum hópunum. 

...meira

22.11.2017 : Stjörnustund

Öldutúnsskóli er SMT skóli. SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni (Parent Management Training).
Með SMT-skólafærni þjálfum við félagsfærni og veitum æskilegri hegðun aukna athygli með markvissu hrósi og umbunum. 
Starfsmenn fylgja æskilegri hegðun nemenda eftir með markvissu hrósi hvort sem það er munnlegt eða í formi hrósmiða.  Þegar bekkur hefur safnað saman ákveðnum fjölda stiga er haldin stjörnustund.
Um daginn hélt 4. bekkur stjörnustund og eftir kosningu varð tækjastjörnustund fyrir valinu.

...meira

21.11.2017 : Jólaföndur Öldtúnsskóla

Laugardaginn 25. nóvember verður hið árlega jólaföndur í Öldutúnsskóla á milli kl. 11:00 og 13:00.

Allir velkomnir !

Boðið verður uppá heitt kakó og piparkökur. Jólaföndur selt á staðnum á kostnaðarverði, 600-850 kr. Ókeypis músastigagerð fyrir minnstu jólamýsnar.

Munið eftir penslum, skærum, svörtum túss og pening (enginn posi). Hlökkum til að eiga með ykkur ánægjulega jólastund.

Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is