24.11.2015 : Árbæjarsafn

Krakkarnir í 4. bekk fóru í heimsókn á Árbæjarsafn og skoðuðu þar gamla bæinn og gamla hluti. Þessi heimsókn var farin í tengslum við þemaverkefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti.

Hér eru fleiri myndir

...meira

23.11.2015 : Skemmtileg afmælisveisla

Kór Öldutúnsskóla hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt í gær, sunnudag í skólanum okkkar enda 50 ár liðin frá stofnun kórsins.  Skólastjórinn flutti ávarp þar sem hann lýsti mikilvægi þess að hafa svona öflugan og góðan kór í skólanum og þakkaði Agli Friðleifssyni stofnanda og fyrrum kórstjóra og núverandi kórstjóra Brynhildi Auðbjargardóttur fyrir vel unnin störf.  Bæjarstjórinn heiðraði kórinn með nærveru sinni og talaði fallega um kórinn og kórstarfið og mikilvægi þess fyrir  Hafnarfjörð.  Hann minntist einnig á það hversu foreldrar væru mikilvægir fyrir svona starf.  Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar afhenti hann kórnum 100.000 krónur í afmælisgjöf.  Brynhildur kórstjóri sagði nokkur orð og svo sungu allir afmælissönginn. 

...meira

23.11.2015 : Giljaskólaleiðin kynnt

Á skipulagsdegi 20. nóvember fengu umsjónarkennarar og faggreinakennarar í 5. – 10. bekk í Áslandskóla og Öldutúnsskóla kynningu á Giljaskólaleiðinni. Sú leið hefur verið nýtt á unglingastigi í Giljaskóla á Akureyri. Eftir kynninguna fóru kennarar í hópa og ræddu m.a. eftirfarandi þætti:

  • Hvað getum við nýtt af Giljaskólaleiðinni í okkar kennslu?
  • Hvernig er hægt að nýta þessa leið í öðrum námsgreinum en íslensku?
  • Sjáið þið möguleika á frekara samstarfi Áslandsskóla og Öldutúnsskóla í þessu verkefni? Jafnvel frekara samstarf í læsismálum eða í öðrum verkefnum?

Kynningin var mjög góð og hópavinnan gekk frábærlega. Grunnur lagður að frekara samstarfi þessara tveggja skóla.

 

Hér má nálgast upplýsingar um Giljaskólaleiðina: http://www.giljaskoli.is/is/skolinn/giljaskolaleidin

...meira

20.11.2015 : Læsi – fundir með foreldrum

Allir leik- og grunnskólar í Hafnarfirði eru þátttakendur í verkefninu ,,Lestur er lífsins leikur“. Tilgangur þess að efla læsi er að nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju við lok grunnskólans.

Við í Öldutúnsskóla erum að innleiða þetta verkefni. Það er mjög mikilvægt að foreldrar séu virkir í þessu verkefni með okkur. Við boðum foreldra því til fundar til að fara yfir verkefnið, ræða um læsi, kynna það sem við erum að gera í Öldutúnsskóla og fara yfir hvað heimilin geta gert til að styðja við verkefnið.

Miðvikudagur 25.11. klukkan 08:15 – 09:15.

  • Fundur fyrir foreldra nemenda í 1. – 5. bekk.

Fimmtudagur 26.11. klukkan 08:15 – 09:15.

  • Fundur fyrir foreldra nemenda í 6. – 10. bekk.

Athugið að það er nóg að mæta á annan fundinn, þó svo að foreldrar eiga börn á mismunandi aldri.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Með bestu kveðju,

Stjórnendur

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is