12.11.2019 : Virk nágrannavarsla líkleg til að fækka afbrotum

Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir sjá hag sinn í þeirri samvinnu. Síðustu daga hefur nokkuð borið á skemmdarverkum, sér í lagi í ákveðnum hverfum. Öll skemmdarverk og afbrot skal tilkynna beint til lögreglu í síma 112.

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/virk-nagrannavarsla-liklega-til-ad-faekka-afbrotum

...meira

7.11.2019 : Vinaleikar

Í tilefni vinaviku í grunnskólum Hafnarfjarðar var blásið til vinaleika hér í Öldutúnsskóla. Öllum nemendum skólans var skipt í 40 hópa, þvert á árganga. Yngri og eldri nemendur saman. Hóparnir fóru saman á stöðvar og voru í 8 mínútur á hverri stöð. Verkefnin voru mjög fjölbreytt. Nemendur fóru m.a. í nudd, slökun, spiluðu ólsen ólsen, lúdó og yatzy, lærðu á klukku og að reima skó, fóru í pókó og snú snú, tetris, glímdu við ýmsar þrautir, fundu samheiti á íslensku og dönsku, gerðu laufblöð á vinatré og margt margt fleira.

Vinaleikarnir gengu afskaplega vel þar sem samkennd og vinátta var við völd.

...meira

5.11.2019 : Vinabekkir

Í upphafi vinaviku hittust vinabekkirnir 2. og 7. bekkur. Krakkarnir áttu góða stund saman, spiluðu og byggðu turna.

...meira

4.11.2019 : Alþingi

3. bekkur fór í heimsókn í Alþingishúsið þar sem margt var að sjá, nær umhverfi var einnig skoðað. Margt vakti lukku í ferðinni eins og Alþingis garðurinn, hljóðlistaverkið í anddyri Alþingishússins, sem hvíslaði í eyru þeirra og strætó ferðin stóð upp úr. Heimsóknin er í tengslum við samfélags- og náttúrufræði kennslu, í framhaldinu verða svo unnin verkefni út frá ferðinni. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is