16.6.2015 : Sumarfrí

Nemendur eru komnir í sumarfrí og mæta aftur til starfa mánudaginn 24. ágúst. Nánar auglýst síðar.

Skrifstofa skólans er opin þessa viku til 15:00 nema á föstudaginn, þá er opið til 12:00. Skrifstofan opnar svo aftur miðvikudaginn 10. ágúst.

Starfsmenn Öldutúnsskóla þakka kærlega fyrir gott og gefandi samstarf á liðnu skólaári. Hlökkum til að hitta ykkur fersk og endurnærð í ágúst.

...meira

16.6.2015 : Starfsmenn sem hætta

Við skólaslit eru alltaf einhverjir starfsmenn sem hætta og halda á vit nýrra ævintýra.

Þeir sem kvöddu okkur að þessu sinni eru:

  • Stuðningsfulltrúarnir Ragnheiður Ingadóttir og Sigurveig Sjöfn Einarsdóttir. Þær hafa starfað við skólann í mörg ár.
  • Kennararnir Andrea Eðvaldsdóttir og Sverrir J. Sverrisson.
  • Halla Birgisdóttir, deildarstjóri.

Við þökkum þeim kærlega fyrir gott og gefandi samstarf og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

...meira

15.6.2015 : Lesum í sumar

Minnum á að það er mikilvægt að börnin haldi lestrinum við í sumar. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ekki lesa yfir sumartímann tapa niður færni. Ef börn lesa tvisvar til þrisvar í viku yfir sumartímann þá dugar það til við að halda við lestrarfærninni.

Sumarlestrarbingó er ágæt leið til að kveikja áhuga barnanna.

Bæklingur um gildi sumarlestrar

...meira

11.6.2015 : Hættir eftir áratuga starf

Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldutúnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar. Þeirra á meðal var Sigríður Þorgeirsdóttir eða Stella eins og hún er yfirleitt kölluð. Síðasti vinnudagurinn hennar var á skólaslitum miðvikudaginn 10.06. en þá tók hún við þakklætisvotti frá samstarfsmönnum. Stella hefur kennt við Öldutúnsskóla í rúmlega 50 ár, geri aðrir betur.

Við þökkum Stellu kærlega fyrir gott og gefandi samstarf í gegnum árin og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is