16.6.2017 : Sumarfrí

Nemendur fóru í sumarfrí að loknum skólaslitum. Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 19. júní til og með 7. ágúst. Ef það þarf að ná á stjórnendur á þeim tíma sem skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst á skólastjóra, valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst. Nánar auglýst síðar.

...meira

15.6.2017 : Íþrótta- og leikjanámskeið

Í sumar eru íþrótta- og leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði á þeim er farið í fjölbreyttar íþróttir og leiki, göngu- og hjólaferðir og margt fleira.
Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2008-2010 (7-9 ára) og standa frá kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.00, ókeypis gæsla er á milli kl. 8.00-9.00, 12.00-13.00 og 16.00-17.00.

Verð: Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Veittur er 50% systkinaafsláttur. Minnst er hægt að greiða fyrir viku í senn.

Hver vika, hálfur dagur (frá kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00): 4.450 kr.
Hver vika, allur dagurinn (frá kl. 9:00 – 16:00): 8.900 kr.

...meira

12.6.2017 : Skólaslit í 1. – 9. bekk

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk voru föstudaginn 9. júní. Nemendur og gestir þeirra mættu fyrst á sal þar sem skólastjóri/aðstoðarskólastjóri voru með ávarp. Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku í ýmsum verkefnum á vegum skólans og einnig sungu yngstu nemendur skólans fyrir foreldra sína.

Að lokinni athöfn þá fóru nemendur með sínum umsjónarkennara inn í heimastofur þar sem þeir fengu vitnisburð vetrarins.

...meira

9.6.2017 : Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram í Hamarsal Flensborgarskólans fimmtudaginn 8. júní. Fjölmargir gestir mættu með nemendum.

Athöfnin sjálf gekk mjög vel.  Fyrir utan ávarp frá skólastjóra þá flutti kórinn okkar nokkur lög, Sigurjóna Hauksdóttir  var með ávarp frá nemendum og Sigrún Maggý, Sunna Lind og Agnes Björk voru með tónlistaratriði.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is