11.4.2014 : Páskaleyfi

Nemendur eru komnir í páskaleyfi eftir að kennslu lýkur föstudaginn 11. apríl. Þeir mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.

Starfsfólk Öldutúnsskóla óskar ykkur öllum gleðilegra páska.

...meira

11.4.2014 : SMT 100 miða stjörnustund

Frá 17. – 28 mars var 100 miða leikurinn í gangi. Leikurinn er hluti af SMT skólafærni. Að þessu sinni var áhersla á jákvæða hegðun í frímínútum og á opnum svæðum. Starfsmenn afhentu 100 sérmerkta hrósmiða þessa daga. 10 nemendur voru svo dregnir út og fengu þeir SMT 100 miða stjörnustund. Þeir mættu í heimilisfræðistofuna og bökuðu pizzu með skólastjóranum. ...meira

11.4.2014 : Árshátíð unglingastigs

Nemendur unglingastigs mættu prúðbúnir á árshátíð fimmtudagskvöldið 10. apríl. Fjölmargir nemendur mættu með grímu en það var einmitt þema hátíðarinnar í ár. Á meðan á borðhaldi stóð voru sýnd heimatilbúin skemmtiatriði þar sem nemendur fóru á kostum. Eftir borðhaldið var svo dansað langt fram á kvöld.

Árshátíðin tókst frábærlega í alla staði og hegðun og framkoma nemenda var til mikillar fyrirmyndar.

...meira

10.4.2014 : Föt sem framlag

Nemendur í textílsmiðju í 8. bekk vinna verkefnið ,,Föt sem framlag,, í samvinnu við Rauðakross Íslands. Verkefnið felst í því að sauma ungbarnaföt sem fara í fatapakka sem síðan eru sendir til landa þar sem þörfin er mikil fyrir hlýjan fatnað. Í vikunni kom Áshildur Linnet frá Rauða kross deild Hafnarfjarðar og fræddi nemendur um verkefnið og sýndi myndbönd frá Hvíta Rússlandi þar sem mæður veittu fatasendingum viðtöku. Áshildur tók síðan við fötum sem nemendur höfðu saumað í vetur.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is