22.9.2017 : Skipulagsdagur

Miðvikudaginn 27. september er skipulagsdagur. Það er frí hjá nemendum þennan dag. Frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir.

...meira

22.9.2017 : Bréf í póst

Krakkarnir í 3. bekkjar smiðjunni skapandi skrif, skrifuðu bréf til vina og vandamanna um allan heim. Um daginn gerðu þeir sér svo ferð niður í Fjörð og fóru með bréfin á pósthúsið.

...meira

22.9.2017 : Hringekja

Fjölbreytt verkefni eru unnin í Öldutúnsskóla og er 2. bekkur mjög hrifinn af hringekju og stöðva formi. Dæmi um eina hringekju eru stöðvar sem innihalda eftirfarandi verkefni:

  • Póstkassaleikur, börn vinna í pörum. Annað barnið les upp orð sem hitt skrifar og sendir svo orðið í gegnum “póstkassa” og ritarinn fer yfir hvort orðið sé rétt skrifað.
  • Bang! – spil með 100 orða listanum.
  • Orðapúsluspil, börnin lesa orð sem eru skrifuð á púsluspilin sjálf og spjaldið og loka svo yfir orðin þegar þau passa saman.
  • Lestrarkassi, barn hljóðar sig í gegnum orð og annað barn giskar á hvaða orð er um að ræða.
  • 100 orða listi, skiptast á að lesa í 30 sek og reyna að gera betur í annað skiptið en það fyrra.  
...meira

21.9.2017 : Náttúrufræðistofa Kópavogs

Nemendur í 4. bekk skelltu sér í vettvangsferð í gær.  Þau tóku strætó í Kópavoginn og heimsóttu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar var tekið vel á móti hópnum og voru nemendur mjög áhugasamir um allt sem þar var að finna. Virkilega skemmtileg og fróðleg ferð. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is