28.5.2015 : Fundur með foreldrum nemenda í verðandi 1.bekk

Foreldrar nemenda sem fara í 1. bekk í haust eru boðaðir til fundar mánudaginn 1. júní frá 17:00 – 19:00.

Dagskrá:

  • Almennar upplýsingar um skólastarfið – Valdimar Víðisson, skólastjóri.
    Kynning á starfsemi heilsdagsskólans – Kristján Hans Óskarsson, verkefnastjóri.
    Kynning á starfsemi foreldrafélagsins – Snædís Ögn Flosadóttir, formaður foreldrafélagsins.
    Skipulag skóladagsins hjá 1. bekk – Margrét Sverrisdóttir, aðstoðarskólastjóri.

Foreldrar eru eingöngu boðaðir til þessa fundar. Nemendur eru ekki boðaðir með foreldrum.

Heitt á könnunni á meðan á fundi stendur.

Með bestu kveðju,

Skólastjórar

...meira

22.5.2015 : Fornöfn eru flippaður flokkur

Nemendur í 7. bekkjum hafa undanfarið unnið með fornöfn í íslensku. Notuð var kennsluaðferð sem kallast púslaðferðin en það er samvinnunámsaðferð þar sem nemendur skipuleggja upplýsingaöflun um tiltekið efni með markvissum hætti. Flokkum fornafna var skipt milli vinnuhópa. Hver nemandi var þátttakandi í tveimur hópum, annars vegar svokölluðum heimahópi og hins vegar sérfræðingahópi.

...meira

22.5.2015 : Síðasti fundur í nemendarýnihóp

Á hverju skólaári eru starfandi nemendarýnihópar í Öldutúnsskóla. Verkefni nemendarýnihópanna er að rýna í Olweus og SMT. Nemendur sem eiga sæti í þessum hópum ræða um hvað má betur fara og hvar við erum að standa okkur vel. Einnig koma hóparnir með tillögur að úrbótum. Fundirnir eru virkilega gagnlegir og skemmtilegir.

Síðasti fundur nemendarýnihóps á þessu skólaári var í vikunni. Þá hittust nemendur í stofu 106, fengu köku og djús og horfðu á mynd. Notalegur og skemmtilegur lokafundur.

...meira

22.5.2015 : 365 miðlar heimsóttir

Í vikunni heimsóttu 7. bekkirnir 365 miðla og fengu fræðslu um sögu fjölmiðla á Íslandi. Krakkarnir fengu einnig að fylgjast með útvarpsfólki að störfum, máta sig í íþróttafréttasettið, setjast í ,, Ísland í dag“ sófann, og spreyta sig á fréttalestri.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is