21.8.2019 : Hafragrautur

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund og byrjum við fyrsta kennsludag á því. Grauturinn verður afgreiddur í matsalnum.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is

Ef foreldrar hafa spurningar, ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við þá til að senda fyrirspurn á skolamatur@skolamatur.is

...meira

20.8.2019 : Breytingar á stjórn skólans

Í vetur verður eftirfarandi í stjórn skólans:

Skólastjóri: Margrét Sverrisdóttir

Aðstoðarskólastjóri: Lena Karen Sveinsdóttir

Deildarstjóri unglingadeildar: Erna Friðriksdóttir

Deildarstjóri miðdeildar og kennsluráðgjafi UT: Arnór Heiðarsson

Deildarstjóri yngri deildar: Margrét Lilja Pálsdóttir

Deildarstjóri sérkennslu og stoðþjónustu: Linda Sjöfn Sigurðardóttir

...meira

20.8.2019 : Reglur um niðurfellingar á fæðisgjaldi

Frá 1. janúar 2019 var gerð breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði.

Ef þrjú systkini eða fleiri eru með lögheimili í Hafnarfirði, með sama fjölskyldunúmer í Þjóðskrá, eru á grunnskólaaldri og eru í mataráskrift greiðir Hafnarfjarðarkaupstaður að fullu hádegisverð frá og með þriðja systkini. Forsjáraðili /forráðamaður greiðir aldrei hádegisverð fyrir fleiri en tvö systkini á grunnskólaaldri á sama tíma. Ekki þarf að sækja sérstaklega um niðurfelling á fæðisgjaldi ef þessi skilyrði eru uppfyllt.

...meira

13.8.2019 : Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Öldutúnsskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst. Fyrirkomulag skólasetningar er eftirfarandi:

Nemendur mæta á sal.

  • Stutt athöfn á sal í umsjón skólastjóra/aðstoðarskólastjóra.
  • Eftir stutta athöfn á sal fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur þar sem þeir fá afhendar stundaskrár og aðrar upplýsingar um skólastarfið.

Nemendur mæta á sal sem hér segir:

  • 2. bekkur klukkan 08:10.
  • 3. bekkur klukkan 08:40.
  • 4. bekkur klukkan 09:20.
  • 5. bekkur klukkan 10:00.
  • 6. bekkur klukkan 10:30.
  • 7. bekkur klukkan 11:00.
  • 8. bekkur klukkan 11:30.
  • 9. og 10. bekkur klukkan 12:00.

Foreldrar eru velkomnir með nemendum á skólasetningu.

Nemendur í 2. – 10. bekk mæta svo í skólann samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.

Nemendur í 1. bekk mæta ásamt foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara dagana 22. og 23. ágúst. Viðtalstími hefur verið sendur í bréfpósti til foreldra. Fyrsti skóladagur nemenda í 1. bekk er mánudaginn 26. ágúst.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is