19.12.2014 : Jólakveðja

Kæru vinir.

Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum gott og gefandi samstarf á árinu sem er senn á enda.

Hlökkum til samstarfsins á árinu 2015 sem verður vonandi gjöfult og gott fyrir okkur öll.

Með góðum jólakveðjum,

Starfsfólk Öldutúnsskóla

...meira

18.12.2014 : Café Tían

Nemendur í 10. bekk settu upp kaffihús í matsal nemenda í gær. Þetta var liður í fjáröflun  fyrir útskriftarferð þeirra í vor. Búið var að dekka borð og 10. bekkingar þjónuðu til borðs. Nemendur 7. - 10. bekkja og starfsfólk nutu veitinga og hlustuðu á jólatónlist. ...meira

18.12.2014 : Helgileikur

Eins og undanfarin ár var helgileikurinn í höndum 5. bekkjar. Ákveðið var að breyta fyrirkomulaginu þetta árið og var helgileikurinn nú sýndur fyrir alla árganga skólans daginn fyrir jólaskemmtun, á fjórum sýningum þar sem hver leikhópur sýndi tvisvar.

Brynhildur tónmenntakennari kom og æfði lögin með krökkunum og fóru æfingar bæði fram í stofunum sem og á sviðinu í matsalnum.

Krakkarnir eiga hrós skilið fyrir hve vel þau stóðu sig, flott og fagmannlegt hjá þeim og hafa þau fengið mikið hrós fyrir, frá foreldrum, starfsfólki og stjórnendum. Fengu þau svala og konfekt að launum frá skólanum, sem var einstaklega vel þegið hjá nemendum, sem fóru sáttir og glaðir heim.

...meira

18.12.2014 : Stofan skreytt

Foreldrar og nemendur í 4.K sáu í sameiningu um að koma bekkjarstofunni í jólabúning. Jólatréð var sett upp og skreytt og  búnir til músastigar sem hengdir voru víðsvegar um stofuna. Á meðan á þessu stóð hljómaði jólatónlist og  gæddu viðstaddir sér á piparkökum og mandarínum . Þetta var stutt en ánægjuleg stund og ekki amalegt að fá svona skreytingarlið í heimsókn. Eftir stóð stofan í jólaskrúða og ekki spillti fyrir jólastemmingunni snjórinn sem hafði fallið um nóttina og lá á greinum trjánna úti fyrir glugganum. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is