21.4.2017 : Hvatningarverðlaunahátíð Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Foreldraráð Hafnarfjarðar býður öllum áhugasömum að vera viðstödd afhendingu hvatningarverðlauna Foreldraráðs Hafnarfjarðar. Athöfnin verður í Bæjarbíó, mánudaginn 24. apríl og hefst klukkan 20:00.

Að lokinni afhendingu hvatningarverðlauna býður foreldraráð upp á tvo fyrirlestra. Annars vegar fyrirlestur Önnu Lilju Björnsdóttur, BA í tómstunda- og félagsmálafræði, sem fjallar um hlutverk foreldra í að móta orðræðuna, sjálfsmynd barna og félagshópa. Hins vegar fyrirlestur Bóasar Valdórssonar, sálfræðings, um samskipti við börn og unglinga.

Allir velkomnir.

...meira

19.4.2017 : Bjartir dagar

Bæjarhátíðin Bjartir dagar var formlega sett á Thorsplani í morgun. Nemendur í 3. bekk úr öllum grunnskólum Hafnarfjarðar mættu á setningarhátíðina þar sem þeir tóku lagið og fylgdust með atriðum á sviði.

 

  • Bjartir dagar standa frá 19. – 23. apríl. Stofnanir bæjarins, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Meðal þess sem er á dagskrá er:
  • HEIMA – tónlistarhátíð í heimahúsum síðasta vetrardag.
  • Sumardagurinn fyrsti á Víðistaðatúni.
  • Gakktu í bæinn – söfn og vinnustofur listamanna opnar á föstudagskvöld.
  • Bræðralag – stórtónleikar Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Lækjarskóla.

 

Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um dagskrá.

...meira

18.4.2017 : Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 20. apríl. Þann dag er frí hjá nemendum, bæði í skólanum og í frístundaheimilinu.

Starfsfólk og nemendur Öldutúnsskóla senda ykkur bestu óskir um gleðilegt sumar.

...meira

7.4.2017 : Gleðilega páska

Nemendur eru komnir í páskafrí. Þeir mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18.apríl. Frístundaheimilið Selið verður opið í dymbilvikunni fyrir þá nemendur sem eru skráðir. Félagsmiðstöðin Aldan er einnig opin í dymbilvikunni skv. dagskrá (lokað á skírdag og föstudaginn langa)

Hafið það einstaklega gott yfir páskahátíðina.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is