28.8.2015 : Tilraunasmiðja

Nemendur í 2. og 3. bekk fara í tilraunasmiðju þetta skólaárið. Þar fá þau að gera mismunandi tilraunir með rafmagn, þyngd, bráðnun ís, búa til smjör og margt fleira.

Hver tími hefst með góðum umræðum, nemendur setja fram tilgátu, framkvæma tilraunina  og kanna svo í lokin hvort tilgátan stóðst.

Börnin hafa mjög gaman af þessari nýju smiðju.

...meira

28.8.2015 : Furðuskepnusýning

Á bókarlausu dögunum setti Anna Lára náttúrufræðikennari upp furðuskepnusýningu í Miðgarði. Þar gátu nemendur skoðað og snert misfríð sjávardýr og velt fyrir sér aðlögun þeirra að lífi í sjó. Krakkarnir höfðu gaman að og var sýningin uppi þar til mávarnir uppgötvuðu hlaðborðið og fóru að gera sig of heimakomna.

...meira

27.8.2015 : Höfðingleg gjöf

Harpa Lúthersdóttir, rithöfundur, kom færandi hendi í Öldutúnsskóla í dag og afhenti bekkjarsett af bókinni sinni, Má ég vera memm?

Bókin fjallar um Fjólu sem er að byrja í grunnskóla. Hún er mjög spennt fyrir því að byrja en svo gengur henni afar illa að eignast vini. Bókin fjallar um einelti og er ætluð börnum í 1. – 4. bekk.

Þessi gjöf er einstaklega gott innlegg í eineltisumræðuna og þökkum við Hörpu kærlega fyrir.

Vekjum athygli á því að Harpa vill koma bókinni inn í grunnskóla og hægt er að styrkja verkefnið hennar á þessari síðu: https://www.karolinafund.com/project/view/1034

...meira

26.8.2015 : Bókalausir dagar

Nemendur mættu glaðir og ánægðir í skólann mánudaginn 24. ágúst. Sú breyting var gerð í ár að nemendur mættu í skólann 08:10 í stað þess að mæta á skólasetningu og fara svo heim. Nemendur voru í skólanum samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri fóru í heimsókn í alla bekki og buðu nemendur velkomna í skólann og það var ekki annað að sjá en að þeir voru tilbúnir í að byrja í skólanum eftir gott sumarfrí.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is