
Þjónusta við samfélagið
Öldutúnsskóli hefur ákveðið að halda áfram með þann jólasið að í staðinn fyrir að koma með jólapakka á jólaskemmtanir er óskað eftir að nemendur/starfsfólk komi með lokað umslag með frjálsu peningaframlagi sem afhent verður Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Nemendur afhenda umsjónarkennara sínum umslagið eða koma með það á skrifstofu skólans í síðasta lagi þriðjudaginn 17. desember.
Þessi nýi siður okkar tengist einkunnarorðum skólans Virðing Virkni Vellíðan. Fjármunum verður síðan safnað saman og afhentir formlega þann 20. desember. Nemendur í 3. bekk taka þátt í öðru samfélagslegu verkefni en þau eru að styrkja að þessu sinni SOS barnaþorp.

Íshús Hafnarfjarðar
2.bekkur fór í skemmtilega heimsókn í Íshús Hafnarfjarðar og fékk að skoða fjölbreyttar vinnustofur ólíkra listamanna. Nemendur voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af þessari fræðslu. Opið verður í Íshúsinu næsta föstudag og hvetjum við alla til að kíkja þangað.
...meira
Jólaföndur foreldrafélags Öldutúnsskóla
Laugardaginn 30. nóvember verður hið árlega jólaföndur í Öldutúnsskóla milli kl. 11:00 og 13:00 .
Allir velkomnir, afar og ömmur, yngri og eldri systkini, frænkur og frændur og allir aðrir sem börnunum tengjast :-)
Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.
Jólaföndur er selt á staðnum á kostnaðarverði, kr. 700 -800
Ókeypis músastigagerð fyrir yngstu jólamýsnar :-)
Munið eftir penslum, skærum, svörtum túss og pening ( engin posi á staðnum)
Hlökkum til að eiga með ykkur ánægjulega jólastund.
Stjórn foreldrafélagsins
Virk nágrannavarsla líkleg til að fækka afbrotum
Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir sjá hag sinn í þeirri samvinnu. Síðustu daga hefur nokkuð borið á skemmdarverkum, sér í lagi í ákveðnum hverfum. Öll skemmdarverk og afbrot skal tilkynna beint til lögreglu í síma 112.
https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/virk-nagrannavarsla-liklega-til-ad-faekka-afbrotum
...meiraÁherslur í skólastarfi

Grænfáninn
Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.
...meira
SMT skólafærni
SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is