27.10.2014 : Bleikur dagur í Öldutúnsskóla

Í tilefni af bleikum október mættu nemendur og starfsmenn í einhverju bleiku föstudaginn 24.10. Samstaða og gleði einkenndu þennan dag.

...meira

24.10.2014 : Lausar stöður í Öldutúnsskóla

Eftirtaldar stöður eru lausar í Öldutúnsskóla:

  • Umsjónarkennari í 3. bekk.
    Umsjónarkennari í 7. bekk.

Nánari upplýsingar gefur Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 eða í gegnum netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is. Umsóknir skal senda rafrænt á netfang skólastjóra eigi síðar en 31. október.

...meira

22.10.2014 : Bleikur október

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við í Öldutúnsskóla ákveðið að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 24. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Hvetjum alla til að eiga bleikan dag, nemendur jafnt sem starfsfólk.

...meira

22.10.2014 : Lestrarátök

Við í Öldutúnsskóla tökum þátt í tveimur lestrarátökum þessa dagana, landsleiknum Allir lesa og lestrarátaki Ævars vísindamanns.

Unglingadeildin einbeitir sér að Allir lesa sem stendur frá 17. október – 16. nóvember.  Allir lesa er landsleikur í lestri. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is. Íslenskukennarar í unglingadeild halda utan um átakið hér í Öldutúnsskóla.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is