19.11.2018 : Jólaföndur foreldrafélags Öldutúnsskóla

Laugardaginn 24. nóvember verður hið árlega jólaföndur Öldutúnsskóla á milli kl. 11 og 13.

Allir velkomnir !

Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Ásamt ókeypis músastigagerð fyrir ungar jólamýs. Jólaföndur verður svo selt á staðnum á kostnaðarverði, 600-850 kr.

Minnum á að taka með sér pensla og skæri ef slíkt er til á heimilum ásamt pening þar sem foreldrafélagið er ekki með posa.
Hlökkum til að eiga með ykkur ánægjulega jólastund og vonumst til að sjá sem flesta ?
 

Stjórn foreldrafélagsins

...meira

16.11.2018 : Sögustund í rökkrinu

Í þessari viku hefur Þóra á bókasafninu boðið nemendum uppá lestrarstund í rökkrinu við kertaljós. Tilefnið er Norræn bókmenntavika sem hefur í yfir 20 ár verið menningarverkefni sem stefnir að því að miðla lestrargleði, bókmenntum og norrænni frásagnarhefð þvert yfir landamæri. Það sem hófst árið 1995 sem metnaðarfull hugmynd, hefur gegnum árin orðið að árlegum viðburði með um það bil 165 þúsund þátttakendum, ungum sem fullorðnum.

Grunnhugmyndin, sem verkefnið byggir á, er sú að  þegar sem dimmast er á Norðurlöndunum kveikjum við á kerti og komum saman til að lesa og hlusta á sögur úr bókmenntaheiminum.

Í ár er lesið uppúr bókinni Handbók fyrir ofurhetjur eftir sænsku höfundana Elias og Agnes Våhlund, þar hittum við Lísu sem er lögð í einelti af skólabræðrum sínum.

...meira

15.11.2018 : Að þola við erfiðar tilfinningar án þess að gera ástandið verra

Foreldrafélag Öldutúnsskóla býður foreldrum á einkar áhugaverðan fyrirlestur, þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 á kaffistofu Öldutúnsskóla.

Inga Wessman mun koma til okkar og fjalla um eftirfarandi efni: Að þola erfiðar tilfinningar án þess að gera ástandið verra.

...meira

13.11.2018 : SMT 100 miða stjörnustund

Síðustu vikuna í október og fyrstu vikuna í nóvember var 100 miða leikurinn í gangi. Um er að ræða leik sem er hluti af SMT kerfinu okkar. Leikurinn gengur út á það að það eru 100 bingó stjörnur í umferð. Þeir nemendur sem eru svo heppnir að fá bingó stjörnu fara með hana til ritara og draga númer frá 1 og upp í 100. Í lok leiksins voru 10 heppnir nemendur dregnir út og fengu þeir sérstaka SMT 100 miða stjörnustund með skólastjóra. Þessir heppnu nemendur mættu í heimilisfræðistofuna í morgun og bökuðu pizzu.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is