14.11.2014 : Skipulagsdagur 21. nóvember

Nemendur eru búnir í skólanum klukkan 13:00 fimmtudaginn 20. nóvember vegna námsferðar starfsmanna. Þeir nemendur sem eru skráðir í Selið geta farið þangað klukkan 13:00.

Föstudaginn 21. nóvember er svo skipulagsdagur í Öldutúnsskóla og engin skóli þann dag. Nemendur mæta svo skv. stundaskrá mánudaginn 24. nóvember.

...meira

20.11.2014 : Að ala upp barn í breyttum heimi

Miðvikudaginn 26. nóvember  kemur Magnús Stefánsson frá Marita og verður með forvarnarfræðsla fyrir foreldra nemenda í 8., 9. og 10. bekk. Fræðslan verður í stofu 6 og byrjar kl 17:30 og stendur í 1 ½ - 2 tíma.

Hér má finna nánari upplýsingar

...meira

20.11.2014 : Vertu þú sjálf/sjálfur

Fimmtudaginn 27. nóvember  kl 8:15 verður forvarnarfræðsla frá Marita fyrir nemendur í 5. bekk og foreldra þeirra í matsal skólans. Mikilvægt að a.m.k annað foreldri mæti með sínu barni.

Hér má finna nánari upplýsingar

...meira

19.11.2014 : Hátíð á sal

Í dag buðu nemendur 7. bekkjar krökkunum í 6. bekk til hátíðardagskrár á sal skólans í tilefni af Degi íslenskrar tungu og því að Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega í öllum grunnskólum landsins á þeim degi.  Á dagskránni voru tónlistaratriði, fulltrúar Öldutúnsskóla frá upplestrarkeppninni í fyrra fluttu ljóð og nemendur 7. bekkjar kynntu rithöfundinn Guðrúnu Helgadóttur fyrir gestum.  Guðrún heldur einmitt uppá 40 ára rithöfundaafmæli sitt um þessar mundir.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is