3.12.2019 : Þjónusta við samfélagið

Öldutúnsskóli hefur ákveðið að halda áfram með þann jólasið að í staðinn fyrir að koma með jólapakka á jólaskemmtanir er óskað eftir að nemendur/starfsfólk komi með lokað umslag með frjálsu peningaframlagi sem afhent verður Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.  Nemendur afhenda umsjónarkennara sínum umslagið eða koma með það á skrifstofu skólans í síðasta lagi þriðjudaginn 17. desember.
Þessi nýi siður okkar tengist einkunnarorðum skólans Virðing Virkni Vellíðan. Fjármunum verður síðan safnað saman og afhentir formlega þann 20. desember. Nemendur í 3. bekk taka þátt í öðru samfélagslegu verkefni en þau eru að styrkja að þessu sinni SOS barnaþorp.

...meira

26.11.2019 : Íshús Hafnarfjarðar

2.bekkur fór í skemmtilega heimsókn í Íshús Hafnarfjarðar og fékk að skoða fjölbreyttar vinnustofur ólíkra listamanna. Nemendur voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af þessari fræðslu. Opið verður í Íshúsinu næsta föstudag og hvetjum við alla til að kíkja þangað.

...meira

25.11.2019 : Jólaföndur foreldrafélags Öldutúnsskóla

Laugardaginn 30. nóvember verður hið árlega jólaföndur í Öldutúnsskóla milli kl. 11:00 og 13:00 .
Allir velkomnir, afar og ömmur, yngri og eldri systkini, frænkur og frændur og allir aðrir sem börnunum tengjast :-)
Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.
Jólaföndur er selt á staðnum á kostnaðarverði, kr. 700 -800
Ókeypis músastigagerð fyrir yngstu jólamýsnar :-)
Munið eftir penslum, skærum, svörtum túss og pening ( engin posi á staðnum)
Hlökkum til að eiga með ykkur ánægjulega jólastund.

Stjórn foreldrafélagsins

...meira

12.11.2019 : Virk nágrannavarsla líkleg til að fækka afbrotum

Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir sjá hag sinn í þeirri samvinnu. Síðustu daga hefur nokkuð borið á skemmdarverkum, sér í lagi í ákveðnum hverfum. Öll skemmdarverk og afbrot skal tilkynna beint til lögreglu í síma 112.

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/virk-nagrannavarsla-liklega-til-ad-faekka-afbrotum

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is