27.4.2015 : Föt sem framlag

Nemendur í textílsmiðju í 8. bekk vinna verkefnið ,,föt sem framlag,, í samvinnu við Rauða kross Íslands. Verkefni felst í því að sauma ungbarnaföt sem fara í fatapakka sem síðan eru sendir til landa þar sem þörfin er mikil. Í þessu tilfelli til Hvíta Rússlands. Um daginn kom Guðný Þóra Guðrúnardóttir frá Rauða kross deild Hafnafjarðar og veitti fötunum viðtöku. Þetta voru 42 buxur.     ...meira

24.4.2015 : Gleðilegt sumar

Starfsfólk Öldutúnsskóla og nemendur óska ykkur öllum gleðilegs sumars. Bestu þakkir fyrir frábært samstarf í vetur.

...meira

24.4.2015 : Gullhrósmiði

Búið er að taka svokallaðann gullhrósmiða í notkun. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eru með þennan miða sem er eingöngu veittur þeim bekkjum eða hópum sem hafa sýnt framúrskarandi árangur. 4. J og 4. K eru þeir bekkir sem hafa nú þegar fengið gullhrósmiðann en nemendur í þessum bekkjum stóðu sig einstaklega vel í Litlu upplestrarkeppninni. ...meira

22.4.2015 : Bjartir dagar í Hafnarfirði

Bæjarhátíðin Bjartir dagar byrjar í dag. Hátíðin stendur frá 22. – 26. apríl og verður mikið um að vera í bænum. Hátíðin hófst á því að allir nemendur í 4. bekk í Hafnarfirði komu saman á Thorsplani og sungu inn sumarið. Virkilega skemmtileg stund.

Hér má nálgast dagskrá Bjartra daga.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is