18.5.2018 : Tónlistarhátíð á Spáni

Kór Öldutúnsskóla tók þátt í MRF tónlistarmóti á Spáni í byrjun maí (Costa Barcelona Music Festival).

Fjölbreyttar tegundir kóra tóku þátt frá öllum heiminum. Td. var þarna magnaður kór frá Suður Kóreu sem eingöngu var skipaður tannlæknum! Mótið sjálft fór að mestu fram í Calella litlum bæ í nágrenni Barcelona. Kórinn nýtti sér tilboð frá mótshöldurum og fór í skoðunarferð til Barcelona þar sem Gaudi kirkjan var skoðuð. Einnig fór kórinn til Benekiktarreglu klausturs Heilagarar Maríu í Montserrat. Þar hlustuðu krakkarnir á daglegan söng eins elsta drengjakórs heims kenndan við Montserrat en kórinn var stofnaður fyrir 800 árum. Öldutúnsbörnin sátu andöktug og hlustuðu og var þetta einn af hápunktum ferðarinnar hjá  þeim (fyrir utan það er þau hentu kórstjóranun sínum fullklæddum út í sundlaug).

...meira

16.5.2018 : Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs

Í morgun fór 4. bekkur í ferð á vegum GFF (Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs). Þau voru sótt í skólann og ekið upp í Krísuvík. Þar gróðursettu allir sína plöntu og mældu hæð og þvermál. Í haust fara þau aftur til þess að sjá hversu mikið trén hafa vaxið í sumar.  

Á meðan nokkrir voru að gróðursetja voru hinir að moka skít og dreifa um svæðið sem verður gróðursett í síðar. Frábært verkefni hér á ferð, allir höfðu mjög gaman af og mikið gagn.

Við þökkum GFF samtökunum kærlega fyrir þetta tækifæri.

...meira

15.5.2018 : Jákvæð samskipti og markmiðasetning

Pálmar Ragnarsson hélt áhugaverðan fyrirlestur fyrir nemendur í 6.- 9. bekk þar sem hann talaði um jákvæð samskipti og markmiðasetningu.

...meira

9.5.2018 : Umhverfisdagur Öldutúnsskóla

Í dag var okkar árlegi umhverfisdagur.

Undanfarin ár höfum við varið umhvefisdeginum í að hreinsa skólahverfið okkar og verið afar stolt af því verkefni. En þar sem Hafnarfjarðarbæ hefur verið með mikið átak í vor í  ,,plokki“ var ákveðið að breyta til í ár.

Allir nemendur og starfsfólk fóru út í dag ,,útidagur“. Hver árgangur heimsótti ákveðið svæði innan bæjarins. Til dæmis fóru nemendur í 1. bekk  að leika á fótboltavellinum í Setbergi, 2. bekkur fór niður að Læk, 3. bekkur á Ásfjallið, 6. bekkur í Hellisgerði svo eitthvað sé talið upp. Nemendur fóru í ýmsa leiki eða unnu verkefni á svæðunum.

Þegar komið var til baka upp í skóla stóðu nemendur í 10. bekk við grillin og grilluðu pylsur fyrir mannskapinn.

Þetta var í alla staði vel lukkaður dagur.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is