17.1.2020 : Benjamín dúfa

Nemendur í 7. bekk hafa verið að vinna með bókina Benjamín dúfu.
Þau lásu öll bókina í yndislestri í skólanum. Eftir að hafa lesið nokkra kafla í einu ræddu þau um það sem var að gerast í bókinni og svöruðu spurningum úr köflunum.
Þegar þau höfðu lokið við að lesa bókina horfðu þau á myndina. Þá tóku lokaverkefnin við og máttu þau þá velja hvort þau vildu gera myndband, líkan eða hreyfimynd (stop motion) úr völdu atriði úr bókinni. Þau fóru síðan í nokkra hópa eftir því hvað þau höfðu valið og vinnan hófst.
Foreldrum og stjórnendum var síðan boðið á sýningu á sal skólans þar sem horft var á myndböndin og líkönin skoðuð. Frábær vinna og verkefni hjá þessum magnaða hópi nemenda.

...meira

16.1.2020 : Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar

Þær Áróra Eyberg Valdimarsdóttir og Arndís Dóra Ólafsdóttir í 8. bekk tóku þátt í Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar sem fór fram í Bæjarbíóinu miðvikudaginn 15. janúar.

Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina og fara því áfram á söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll 21. mars næstkomandi.

Áróra Eyberg og Arndís Dóra hafa sungið með kór Öldutúnsskóla í mörg ár.

Við óskum þessum hæfileikaríku stúlkum innilega til hamingju með árangurinn.

...meira

16.1.2020 : Fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni, þriðjudaginn 11. feb. kl. 20:00

Heil og sæl foreldrar, forráðamenn og starfsfólk Öldutúnsskóla.
Foreldrafélagið hefur verið að störfum í vetur, fundað reglulega og unnið eftir bestu getu að velferð nemenda við skólann.
Eitt af því sem bar á góma í umræðu foreldarfélagsins í vetur var sjálfstyrking foreldra og mikilvægi þess að foreldar séu í toppformi til að takast á við púkana (les; gersemi) í gleði og sorg.
Í ljósi þessa hefur foreldrafélagið fengið frábæran fyrirlesara, Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann og fjöltalent, til að fræða og ræða þetta málefni við foreldra, forráðamenn og starfsfólk Öldutúnsskóla.
Fyrirlesturinn verður 11. febrúar kl. 20:00 á sal Öldutúnsskóla og er gjaldfrjáls.
Kaffi, te, harðir kanilsnúðar og topp umræða um andlega heilsu.
Sjáumst heil!
Fyrir hönd foreldrafélagsins,
Pétur G. Markan

...meira

15.1.2020 : Endurnýting í smíðastofunni

Það verða allskonar skemmtilegar fígúrur til þegar nemendur láta ímyndunaralflið ráða för og endurnýta afganga  úr smíðastofunni.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is