23.9.2020 : Stjórn nemendafélagsins

Í Öldutúnsskóla eru og hafa alltaf verið algjörlega yndislegir og frábærir nemendur. Á hverju hausti er kosið í stjórn nemendafélagsins og er hún skipuð eftirfarandi nemendum:

8. bekkur

  • Arnar Valur Valsson.
  • Katla Ingibjörg Kristjánsdóttir.

9. bekkur

  • Áróra Eyberg Valdimarsdóttir
  • Þórdís Freyja Atladóttir.

10. bekkur

  • Pétur Már Jónsson, formaður.
  • Bóas Karlsson.
  • Salka Björnsdóttir.
...meira

23.9.2020 : Heimspeki í Öldutúnsskóla

Í námsveri er Skúli Pálsson með heimspeki einn tíma á viku. Markmiðið með heimspeki er að efla gagnrýna og skapandi hugsun. Nemendur sitja þá í hring, rökræða og æfa sig að hugsa út fyrir venjulega hugsun. Rökræða er meira en spjall, hún er umræða með aga. Í heimspekitímunum gilda þrjár einfaldar reglur: 

  • einn talar í einu og hinir hlusta
  • rökstyðja 
  • halda sig við efnið

Starfið er í anda hugmyndarinnar um „heimspeki með börnum“ (Philosophy for Children) sem hefur fest rætur í skólum víða um heim.

Spurningar eru mikils metnar í heimspeki, sérstaklega þær sem eru góðar. Allir sem spyrja góðra spurninga fá plús. Góð spurning er skilgreind sem spurning sem kennarinn getur ekki svarað.

...meira

22.9.2020 : Ytra mat í Öldutúnsskóla

Ytra matið, sem átti að vera í mars en var frestað vegna Covid-19, mun fara fram dagana 22.09. – 28.09.2020. Matið felst m.a. í að matsaðilar frá Menntamálastofnun verða í skólanum áðurnefnda daga og fara í vettvangsathuganir hjá öllum nemendum. Könnun verður send til foreldra í tengslum við matið en einnig taka matsaðilar rýniviðtöl við ýmsa hópa skólasamfélagsins svo sem starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði.

Auk rýnihópaviðtala munu matsaðilar skoða gögn sem fyrir liggja um skólann og varpað geta ljósi á skólastarfið. Matinu er ætlað að vera leiðbeinandi og framfaramiðað. Sérstaklega er huga að því sem er framúrskarandi gott og öðrum til eftirbreytni en matið er líka umbótamiðað og hugsað til að styrkja okkar ágæta skólastarf þegar til lengri tíma er litið.

...meira

22.9.2020 : Haustfundir – breyting

Undanfarin ár hafa haustfundir með foreldrum verið í september. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu þá hefur verið tekin sú ákvörðun að það verða ekki hefðbundnir haustfundir í ár. Þess í stað verður sent kynningarefni til foreldra. Hver árgangur setur saman helstu upplýsingar sem er mikilvægt fyrir foreldra að vita í upphafi skólaárs og senda til þeirra í lok vikunnar, síðasta lagi á mánudag.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is