16.6.2020 : Sumarfrí

Stjórnendur og starfsmenn Öldutúnsskóla óska öllum ánægjulegs sumarleyfis.

Skrifstofa Öldutúnsskóla er lokuð frá og með fimmtudeginum 18. júní og opnar aftur mánudaginn 10. ágúst. Ef það þarf að ná á stjórnendur á þeim tíma sem skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst á skólastjóra, margret@oldutunsskoli.is

Skólasetning verður þriðjudaginn 25. ágúst. Nánar auglýst síðar.

...meira

8.6.2020 : Skólaslit og útskrift

Skólaslit hjá nemendum í 1. – 9. bekk fóru fram föstudaginn 5. júní. Alla jafna hefðu þau farið fram með formlegum hætti á sal skólans en að þessu sinni kvöddu umsjónarkennarar nemendur og afhentu þeim vitnisburð. Skólastjóri fór á milli stofa og náði að kveðja marga árganga.

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram í Hamarsal Flensborgarskólans fimmtudaginn 4. júní. Athöfnin var mjög hátíðleg þar sem kór Öldutúnsskóla söng nokkur lög, skólastjóri var með ávarp, tónlistaratriði frá nemendum og fulltrúi nemenda ávarpaði samkomuna. Eftir athöfnin var nemendum og gestum þeirra boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.

Fjölmargir nemendur fengu viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Guðún Edda Min Harðardóttir og Krummi Týr Gíslason fengu viðurkenningu fyrir heildarárangur.

Starfsmenn Öldutúnsskóla óska öllum nemendum í 10. bekk til hamingju með árangurinn. Ákveðin tímamót að klára grunnskólann. Þessum áfanga er lokið og næsti tekur við.

Takk fyrir samstarfið og samfylgdina kæru nemendur.

Hér eru myndir frá útskrift 10. bekkjar

Hér eru myndir úr vorferðum, en nemendur hafa heldur betur verið á ferðinni undanfarna daga. 

...meira

4.6.2020 : Niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins veturinn 2019-2020

Nú þegar skólaárið er að ljúka er vert að líta yfir farinn veg. Sem fyrr tóku nemendur þátt í nemendakönnun Skólapúlsins og eru niðurstöðurnar reglulega góðar. Skólinn er yfir landsmeðaltali í 15 liðum af 18, þar af marktækt yfir landsmeðaltali í 10 liðum. Þeir eru:

  • Ánægja af lestri
  • Þrautseigja í námi
  • Ánægja af náttúrufræði
  • Einelti (mælist lægra)
  • Tíðni eineltis (mælist lægra)
  • Hollt mataræði
  • Samband nemenda við kennara
  • Agi í tímum
  • Virk þátttaka nemenda í tímum
  • Tíðni leiðsagnarmats

Skólinn mælist jafn landinu í tveimur liðum og marktækt undir landsmeðaltali í tíðni hreyfingar.

Þessar niðurstöður eru mjög ánægjulegar fyrir okkur í Öldutúnsskóla. Nú mun fara fram vinna þar sem við rýnum enn frekar í þær og nýtum þær til að gera góðan skóla enn betri. Takk kærlega fyrir okkur!

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is