27.3.2015 : Páskafrí

Nemendur eru í páskafríi frá 28.03. til og með 06.04. Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska.

Með páskakveðju,

Starfsfólk Öldutúnsskóla

...meira

27.3.2015 : Öldubrot

Nýjasta tölublað fréttabréfs Öldutúnsskóla, Öldubrot, er komið út. Hægt að nálgast það hér. ...meira

27.3.2015 : Flottir dansarar

Nemendur Öldutúnsskóla standa sig ekki bara vel í skólanum heldur líka í hinum ýmsu íþróttagreinum og tómstundum. Um síðustu helgi kepptu fjórar stelpur úr Öldutúnsskóla í dansi og stóðu þær sig frábærlega.

Halldóra Ísold, nemandi í 5. bekk, varð bikarmeistari í sínum flokki. Selma Lind, nemandi í 6. bekk, varð bikarmeistari í sínum flokki og varð í þriðja sæti í ,,ballroom“. Sóley, nemandi í 6. bekk, varð í þriðja sæti bæði í ,,latin“ og ,,ballroom“ og Svandís, nemandi í 6. bekk,  varð í 5. og 6. sæti í sínum flokki.

Þetta er glæsilegur árangur og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.

...meira

27.3.2015 : Risaeðlur í 2. bekk

Annar bekkur hefur verið að vinna að þemaverkefni um risaeðlur undanarfarnar fjórar vikur, í gær var uppskeruhátíð og foreldrum og systkinum boðið. Börnin héldu kynningu með staðreyndum og fróðleik um risaeðlur auk þess sem þau röppuðu risaeðlulag. Verkefnið og sýningin tókst einstaklega vel. Stoltir nemendur og kennarar héldu svo pizzuveislu í lok dags í tilefni  og verkefninu var formlega lokið með pizzaveislu.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is