23.1.2015 : Bóndadagurinn

Bóndadeginum voru gerð góð skil á kaffistofu starfsmanna í dag. Konurnar í Öldutúnsskóla útbjuggu dýrindis dögurð körlunum til heiðurs og sungu ,,Táp og fjör" svo undir tók í hverfinu. Þeir voru afar þakklátir og ekki laust við tár á hvarmi. Aðspurðir sögðust þeir jafnvel geta vanist þessu.

Til hamingju með daginn íslenskir karlmenn!

...meira

23.1.2015 : Gjöf til skólans

Styrktarfélag barna með einhverfu var stofnað í mars 2013. Tilgangur félagsins er að vekja athygli á einhverfu og styðja við og styrkja málefni er varða börn með einhverfu með fjáröflunum og frjálsum framlögum. Allt söfnunarfé rennur óskert til málefnisins. Í ár var öll áhersla lögð á að safna fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu á yngsta stigi grunnskóla og færði styrktarfélagið skólanum því gjöf í vikunni, svokallaðar kúlusessur og heyrnahlífar.

Við þökkum kærlega fyrir gjöfina, hún mun nýtast vel í skólanum og verða börnum sem á þurfa að halda gagnlegt hjálpartæki.

...meira

21.1.2015 : Kjaftað um kynlíf

Þriðjudagskvöldið 27. janúar klukkan 20:00 – 21:30 verður kynfræðingurinn Sigga Dögg með fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf.

Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. Rannsóknir styðja að virkja þurfi foreldra í samræðum við börn og unglinga um kynferðisleg málefni.

Umfjöllunarefnin verða kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur svo fátt eitt sé nefnt. Með húmor og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða málefni sem mörgum þykir óþægileg og jafnvel tabú.

Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Foreldrum gefst kostur á að spyrja og spjalla að loknum fyrirlestri.

Allir foreldrar og aðrir sem láta sig þetta málefni varða eru velkomnir á þennan fyrirlestur.

Um morguninn verður Sigga Dögg með fræðslu fyrir nemendur í 8. bekk.

...meira

16.1.2015 : 8. bekkur stóð sig best í allir lesa

Nemendur í 8. bekk lásu í flestar mínútur af þeim þremur árgöngum sem tóku þátt í landsleiknum allir lesa seint á síðasta ári.  Í viðurkenningarskyni var þeim boðið upp á vöfflur eftir að hafa hresst líkama og sál í hópleikjum fyrr um morguninn. 
...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is