17.8.2018 : Frístundaheimilið Selið

Frístundaheimilið Selið hefur starfsemi fimmtudaginn 23. ágúst fyrir börn í 2.-4. bekk, og á föstudaginn 24. ágúst fyrir börn í 1. bekk. Umsóknarfrestur fyrir haustönnina rann út 15. júlí síðastliðinn, og er verið að vinna úr bæði umsóknum og biðlista. Umsækjendur eiga von á staðfestingu í tölvupósti frá deildarstjóra.

Frístundaheimilið er staðsett á þremur svæðum í skólanum. 1. bekkur mun dvelja í stofum 5 og 6, 2. bekkur mun dvelja í Efra Seli sem er útihús á skólalóðinni, og mun 3.-4. bekkur dvelja í stofu 134 og miðrými skólans, sem er inn af bekkjargangi þeirra.

Deildarstjóri er Kristján Hans Óskarsson, s. 664-5712 og e. kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is

Mikilvæg símanúmer eru

1. bekkur 664-5761

2. bekkur 565-0332

3.-4. bekkur 664-5522

...meira

14.8.2018 : Skólasetning

Skólasetning Öldutúnsskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst. Fyrirkomulag skólasetningar er eftirfarandi:

  • Nemendur mæta á sal.
  • Stutt athöfn á sal í umsjón skólastjóra/aðstoðarskólastjóra.
  • Eftir stutta athöfn á sal fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur þar sem þeir fá afhendar stundaskrár og aðrar upplýsingar um skólastarfið.
...meira

12.6.2018 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 19. júní til og með 9. ágúst. Ef erindið þolir ekki bið er hægt að hringja í skólastjóra í síma 664-5898 eða senda tölvupóst á netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

...meira

12.6.2018 : Sumarlestur

Við viljum minna foreldra á mikilvægi þess að halda lestri að börnunum í sumar. Lestrarfærni barna getur farið aftur eftir lengri frí ef þau þjálfa sig ekki. Þetta sjáum við ef við berum saman niðurstöður læsisskimana í maí og svo aftur í september. Til að koma í veg fyrir þetta þurfa börnin að lesa a.m.k. þrisvar í viku í sumarfríinu.

Við hvetjum alla foreldra til að huga að því að lestrarblómin fái áfram næringu í sumarfríinu þannig að þau geti haldið áfram að vaxa og dafna. Nýtið ykkur frábæra þjónustu bókasafns Hafnarfjarðar ef ykkur skortir lesefni. Einnig er þar á dagskrá ,,sumarlestur“ sem við hvetjum ykkur til að nýta. Komum þeim boðum til barnanna að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og lestrarstundir séu góðar til samveru.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is