17.2.2017 : Sinfóníutónleikar

Í dag fór 1.bekkur á tónleika í Hörpu. Þar var flutt sagan Skrímslið litla systir mín og Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði undurfagra tónlist Eivarar.
Börnin nutu sín vel og sýndu og sönnuðu hvað þau eru flinkir hlustendur og kunna að vera og njóta.

...meira

17.2.2017 : HvatningaverðlaunForeldraráðs Hafnarfjarðar 2017

Er einhver einstaklingur eða hópur í þínu nærumhverfi sem þér þykir hafa stuðlað að auknu foreldrasamstarfi, unnið að góðum og bættum tengslum heimilis og skóla, sinnt frumkvöðlastarfi og/eða lagt sitt af mörkum við óeigingjarnt starf í þágu grunnskólabarna?

Til að gefa ykkur hugmynd þá er um að gera að skoða nærumhverfi barns þíns, kennara, þjálfara, aðstoðarfólk, starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, starfsmenn félagasamtaka o.s.frv.

Ef þú hefur einhvern/ja í huga, sendu þá endilega inn tilnefningu fyrir 1. apríl n.k. á netfangið foreldrarad@hafnarfjordur.is þar sem fram kemur hvern/ja þú tilnefnir og ástæðu tilnefningarinnar.

Í apríl mun Foreldraráð Hafnarfjarðar efna til viðburðar, þar sem hvatningaverðlaunin verða afhent og efnt til fræðslufundar um leið. Nánari fréttir berast af því þegar nær dregur.

Með kveðju, fyrir hönd foreldrafélags Öldutúnsskóla
Sigríður Ólafsdóttir

...meira

17.2.2017 : Skipulagsdagur og vetrarfrí

Í næstu viku eiga nemendur að mæta í skólann á mánudag og þriðjudag skv. stundaskrá.

 

  • Miðvikudaginn 22. febrúar er skipulagsdagur. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann þennan dag. Þeir nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilið Selið þennan dag eiga að mæta þangað.
  • Fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. febrúar er vetrarfrí. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann og frístundaheimilið Selið er ekki opið.

 

Nemendur mæta svo aftur í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 27. febrúar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is