24.5.2019 : Hrós, þá líður manni vel um sig og veit að maður hefur gert eitthvað rétt

Í gær var uppskeruhátíð nemendarýnihópa. Hóparnir samanstanda af tveimur fulltrúum úr hverjum bekk og er tilgangurinn sá að nemendur geti rætt um og viðrað skoðanir sínar á SMT kerfinu og eineltisáætluninni. Fundað er þrisvar sinnum á hvorri önn og þurfa nemendur að ræða saman, vinna verkefni og fara um skólann og gera litlar kannanir. Að vori fá svo nemendur smá umbun fyrir að taka þátt og einnig fá þeir afhent viðurkenningarskjal á skólaslitum. 

...meira

21.5.2019 : Fundur með foreldrum nemenda í 1. bekk 2019 – 2020

Fundur með foreldrum nemenda í 1. bekk 2019 – 2020 verður í matsal nemenda fimmtudaginn 23. maí frá 17:00 – 19:00

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  • Öldutúnsskóli – Almennar upplýsingar.
  • Frístundaheimilið Selið.
  • Kynning á starfsemi foreldrafélagsins.
  • Skipulag skóladagsins í 1.bekk.

Foreldrar eru eingöngu boðaðir á þennan fund. Nemendur eiga ekki að mæta með foreldrum.

Í haust verður svo annar fundur með foreldrum þar sem farið verður yfir SMT, Olwesus og Grænfánann, stoðþjónustan kynnt og umsjónarkennarar ræða um skólastarfið.

...meira

21.5.2019 : Varðliðar umhverfisins

Í desember síðastliðnum unnu nemendur í 10. bekk verkefni um náttúruvernd. Markmið með verkefnunum var að nemendur kynntu sér náttúruvernd og byggju til einhverskonar fræðslu sem hentaði yngri krökkum. Verkefnin voru fjölbreytt enda máttu nemendur skila þeim á því formi sem þeim hentaði.

Valin verkefni voru svo send í verkefnasamkeppni umhverfis- og auðlindarráðuneytisins sem kallaðist Varðliðar umhverfisins. Verkefnin sem voru send í samkeppnina voru barnabók, teiknimyndasögur, lag um náttúruvernd og myndband.

10. bekkur Öldutúnsskóla fékk viðurkenningu fyrir þátttöku sína í verkefnasamkeppninni. 

...meira

20.5.2019 : Norðurlönd

Eftir áramót hafa nemendur í 6. bekk verið að læra um Norðurlöndin í samfélagsfræði. Í byrjun lærðu þau um öll Norðurlöndin. Texti var lesinn og ræddur, spurningum svarað og merkt var inn á landakort.
Að þeirri vinnu lokinni var nemendum skipt í hópa, þvert á árganginn, þar sem hver hópur fékk eitt land til að einbeita sér að. 

Krakkarnir stofnuðu sína eigin ferðaskrifstofu, nefndu hana, útbjuggu vörumerki hennar og slagorð. Þau bjuggu til ferðabæklinga og settu upp pakkaferðir, þar sem boðið var upp á fjölbreyttar ferðir til Norðurlandanna.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is