26.8.2016 : Gönguferð

Í vikunni fóru 2. J og 2. K í gönguferð upp að útikennslustofunni sem er fremst í skóginum í Gráhelluhrauni. Þau tíndu ber á leiðinni, skoðuðu plöntur og smádýr og léku sér. 

...meira

26.8.2016 : Bókalausir dagar

Sú hefð hefur skapast hjá okkur í Öldutúnsskóla að fyrstu dagar skólaársins eru bókalausir. Þessa daga vinna nemendur ýmis hópeflis- og samvinnuverkefni.

Markmið þessara daga eru:

  • Að efla tengsl nemenda og starfsmanna.
  • Að nemendur takist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni þar sem reynir á samvinnu og samskipti.
  • Að efla samstöðu í nemenda- og starfsmannahópnum.

Virkilega skemmtilegir og lærdómsríkir dagar.

...meira

24.8.2016 : Áherslubreytingar í heimanámi

Áherslubreytingar hafa orðið í heimanámi í 1. - 4.bekk. Áður var heimanámið oftast þannig að heimaskrift var einu sinni í viku og stærðfræði einu sinni í viku ásamt heimalestri. Nú mun mesta áherslan vera lögð á heimalestur og orðabókarskrif fimm sinnum í viku. Við viljum með þessum breytingum leggja mesta áherslu á lesturinn. Önnur heimavinna verður ekki regluleg heldur verða verkefni send heim í tengslum við þá vinnu sem nemendur vinna í skólanum. Það gætu verið verkefni tengd þemavinnu en einnig ef kennurum finnst að nemendur þurfi að þjálfa eitthvað sérstaklega.

...meira

23.8.2016 : Kóræfingar

Allir krakkar í 3. – 10. bekk eru velkomnir í kórinn.

Litli kór (3. – 4.bekkur)  æfir á miðvikudögum í tónmenntastofunni kl.13:50 – 14:30. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 31. ágúst.  Það er nóg að krakkarnir mæti bara á æfingu, það þarf ekki að skrá þau sérstaklega fyrirfram.  Litli kór tekur þátt í Syngjandi jólum í desember og Barnakóramóti Hafnarfjarðar í mars.  Einnig heldur hann náttfatatónleika í mars eða apríl  og gistir í skólanum á eftir.  Öðru hvoru er svo“Kórkaffi Brynhildar“ á kóræfingatíma þar sem söngvurunum verður boðið upp á léttar veitingar.

Stóri kór (5. – 10. bekkur) æfir tvisvar í viku á mánudögum kl. 14:30 – 16:30 og miðvikudögum kl. 14:45 – 16:15.  Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 31. ágúst.  Ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta þá.  Á dagskrá vetrarins er margt spennandi.  Við förum að öllum líkindum í samstarf við Atla Ingólfsson tónskáld.  Meira um það síðar.  Einnig tökum við á móti finnskum barnakór og gerum eitthvað skemmtilegt með þeim og norðlenskum barnakórum annað hvort í Hafnarfirði eða á Akureyri.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is