16.1.2019 : Hvað er unglingamenning?

Getur ferð í ísbúð með vinum talist unglingamenning?  Hvað er unglingamenning?  Hvað er samfélagið að gera til að stuðla að heilbrigðu félgaslífi unglinga?  Hvað erum við að gera vel og hvað getum við gert betur?

Þessar spurningar urðu kveikjan að því að hópur unglinga úr Öldunni kom sér í samband við hóp unglinga frá Oulu í Finnlandi, bjuggu til verkefni, unnu að umsókn um styrkveitingu og fengu styrk frá Erasmus+ upp á €19.900.

...meira

16.1.2019 : Hinsta lestrarátak Ævars vísindamanns

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og stendur til 1. mars.  Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þau út svokallaða lestrarmiða sem þeir fá hér í skólanum. Foreldri eða kennari kvitta á hvern miða og setja svo miðann í lestrarkassa sem staðsettur er á bókasafni skólans. 

Því fleiri bækur sem nemendur lesa því fleiri miða eiga þeir í pottinum. Það skiptir engu máli hvort bókin sem er lesin sé löng eða stutt, teiknimyndasaga, myndasögusyrpa eða skáldsaga. Hljóðbækur og þær bækur sem eru lesnar fyrir börnin gilda líka. Í ár geta foreldrar tekið þátt og fyrir þá gilda sömu reglur.

Sömuleiðis skiptir tungumálið sem bókin er á ekki máli. Bækurnar mega vera á íslensku, dönsku, frönsku, pólsku, japönsku, ensku osfrv. - bara svo lengi sem börnin lesa.

...meira

9.1.2019 : Kórkrakkar á ferð og flugi

Kórar skólans hafa haft mikið fyrir stafni á haustönn. Þeir hafa sungið víða, á Degi eineltis sungu þau við athöfn menntamálaráðuneytisins í skólanum, sungu einnig við athöfn hjá Barnaheill, á Syngjandi jólum í Hafnarborg,  Í verslunarmiðstöðvum og á jólatónleikum með Karlakórnum Þröstum. Árið endaði með þátttöku í lokaatriði áramótaskaupsins.

Nú eru kóranir mættir aftur eftir jólafrí og framundan eru stórtónleikar með hljómsveitinni Pollapönki og Lúðrasveit Harnarfjarðar, Þátttaka á Barnakóramóti Hafnarfjarðar, landsmót íslenskra barnakóra á Arkranesi. Ekki má gleyma hinum margrómuðu náttfatatónleikum Litla kórs.

...meira

9.1.2019 : Niðurfelling á fæðisgjaldi

Frá 1. janúar 2019 verður breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Gjald vegna hádegisverða eru felld niður á þriðja barn ef börn í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö á grunnskólaaldri í mataráskrift.

Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis. Ef einhver barnanna sem um ræðir eru ekki í grunnskólum Hafnarfjarðar mun afsláttur gilda fyrir ,,elsta“ barnið sem er í grunnskóla bæjarins til hægðarauka í framkvæmdinni.

Í einhverjum tilvikum getur verið að fjölskyldusamsetning sé flóknari en svo að það náist utan um hana í fjölskyldunúmerinu í Þjóðskrá. Í þeim tilvikum þurfa forráðamenn að óska eftir afslættinum ásamt viðeigandi útskýringum á fjölskylduhögum á Mínar síður á vef bæjarins.

Afslátturinn tekur gildi frá þeim tíma sem sótt er um hann. Reglur verða birtar á vef bæjarins á næstu dögum.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is